Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur B. Sveinsson – 9. október 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Guðlaugur B. Sveinsson, læknir. Guðlaugur er fæddur 9. október 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag.

Guðlaugur er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og duglegur að taka þátt í opnum mótum.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Panton f. 9. október 1916 – d. 24. júlí 2009; Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS, 9. október 1960 (59 ára); Annika Sörenstam, 9. október 1970 (49 ára), Henric Sturehed, 9. október 1990 (29 ára) ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is