Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2019 | 22:00

Evróputúrinn: Fitz efstur í hálfleik Opna ítalska

Það er enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick (oft bara kallaður Fitz), sem leiðir í hálfleik á Opna ítalska.

Fitz er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (67 65).

Í 2. sæti, 1 höggi á eftir Fitz er danski kylfingurinn Joachim Hansen á samtals 9 undir pari, 133 höggum (67 66).

Þriðja sætinu deila 5 kylfingar; allir á samtals 8 undir pari, en þetta eru þeir Justin Rose, Graeme McDowell, Andrew „Beef“ Johnston, Rory Sabbatini og S. Sharma.

Mótið fer fram á Oligiata golfklúbbnum í Róm, á Ítalíu.

Sjá má hápunkta 2. dags á Opna ítalska með því að SMELLA HÉR: