Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2019 | 23:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Ólafur Björn á 74 á 3. degi

Ólafur Björn Loftsson, GKG, tekur þátt í 1. stigs úrtökumóti fyrir Evróputúrinn, en mótið fer fram í Hardelot í Frakklandi.

Þátttakendur í mótinu eru 118 og komast um 20% kylfinga upp á 2. stigið eða um 24.

Ólafur Björn hefir spilað á sléttu pari (69 70 74), en Hardelot völlurinn er par-71.

Í dag fékk Ólafur Björn 2 fugla, 11 pör og 5 skolla, lék á 3 yfir pari, 74 höggum og þurrkaði út frábæran árangur fyrri tveggja keppnisdaganna og ljóst að hann þarf að eiga góðan lokahring á morgun ef hann ætlar að tryggja sér þátttökurétt á 2. stig úrtökumótsins.

Hann er því nálægt því að komast í 20% hópinn, sem fer á 2. stig úrtökumótsins, en 5 íslenskir kylfingar hafa þegar tryggt sér þátttökurétt þar.

Sjá má stöðuna á Hardelot úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: