Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Fabián Gómez (46/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig. Í dag verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Guðlaugsson – 21. október 2019

Það er Hrafn Guðlaugsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hrafn er fæddur 21. október 1990 og á því 29 ára afmæli í dag. Hann er klúbbmeistari Golfklúbbsins Setbergs (GSE) í Hafnarfirði 2012, 2014 og 2018. Sjá má viðtal Golf1, sem tekið var við Hrafn í byrjun árs 2013 með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hrafni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafn Guðlaugsson (29 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willy Anderson, f. 21. október 1879 – d. 25. október 1910 – Anderson er m.a. frægur fyrir að sigra 4 sinnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Viktor Hovland (45/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig. Í dag verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2019 | 08:00

Evróputúrinn: Colsaerts sigraði!!!

Það var belgíski Ryder Cup kylfingurinn Nicolas Colsaerts sem stóð uppi sem sigurvegari á Amundi Opna franska, sem fór fram á Le Golf National vellinum í París. Sigurskorið var 12 undir pari 272 högg (67 66 67 72). Fyrir sigurinn hlaut Colsaerts €266,660 (u.þ.b. 37.7 milljónir íslenskra króna). Með þessu lauk 7 ára eyðimerkurgöngu Colsaerts sigurlega séð. Í 2. sæti varð Joachim Hansen frá Danmörku á samtals 11 undir pari og í 3. sæti varð George Coetzee frá S-Afríku á samtals 10 undir pari.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ingi stóð sig vel í Grob Cup

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV, keppti ásamt liði sínu Rocky Mountain College í hinni árlegu viðureign við Montana State University í Mike Grob Cup. Þetta var lokamótið á haustönn og verður þráðurinn tekinn upp á vorönn 2020. Fyrsta daginn var keppt í fjórmenningi og betri bolta. Skemmst er frá því að segja að allar viðureignir, sem Daníel Ingi kom nálægt unnust þó lið hans hafi tapað í ár með 12.5 g. 7.5. Af 7.5 stigum Rocky Mountain College vann Daníel Ingi inn 1 stig og átti hlut að máli í 2 öðrum stigum eða alls 3 stigum, sem Rocky Mountain liðið halaði inn!!!! Árangur Daníels Inga er (3-0-0)!!! Stórglæsilegt!!! Hér má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2019 | 23:00

LPGA: Kang sigraði á afmælisdaginn!

Það var bandaríski kylfingurinn Daníelle Kang, sem stóð uppi sem sigurvegari á Buick LPGA Shanghai, móti vikunnar á LPGA. Og sigurinn kom á 27 ára afmælisdaginn hennar, 20. október 2019! Þetta er 2. sigur Kang á LPGA. Sigurskor Kang var 16 undir pari, 272 högg (69 – 67 – 66 – 70) og fyrir vikið hlaut hún $315,000 (u.þ.b. íkr. 40 milljónir) í sigurlaun. Í 2. sæti varð Jessica Korda á samtals 15 undir pari.  Þrír kylfingar deildu 3. sætinu, allar á 13 undir pari: bandaríski kylfingurinn Kristin Gillman, Nasa Hataoka frá Japan og Yu Liu frá Kína. Sjá má lokastöðuna að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristján Þór Kristjánsson – 20. október 2019

Það er Kristján Þór Kristjánsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristján Þór fæddist 20. október 1967 og á því 52 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er kvæntur Helgu Loftsdóttur. Komast má á facebooksíðu Kristjáns Þórs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan (52 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tsuneyuki „Tommy“ Nakajima, 20. október 1954 (65 ára); David Lynn, 20. október 1973 (46 ára); Veronica Zorzi, 20. október 1980 (39 ára); Þórir Jakob Olgeirsson, 20. október 1991 (28 ára); Danielle Kang, 20. október 1992 (27 ára) og …… og …….. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Brendon Todd (44/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig. Í dag verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2019 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Helga T-15 e. fyrri dag Lady Blue Hen Inv.

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í University of Albany taka þátt í Lady Blue Hen Invitational mótinu. Þáttakendur eru 69 frá 11 háskólum. Mótsstaður er Rehoboth Beach Country Club, á Rehoboth Beach í Delaware og fer mótið fram 19.-20. október og lýkur í dag. Eftir fyrri daginn, þar sem spilaðar voru 36 holur er Helga T-15 í einstaklingskeppninni, búin að spila á samtals 4 yfir pari, 148 höggum (75 73). Lið Helgu Kristínar, Albany er í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á Lady Blue Hen Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2019 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur & félagar T-15 f. lokahringinn á Cardinal Cup

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University taka þátt í Cardinal Cup, sem fram fer 18.-20. október og lýkur í dag. Mótsstaður er golfvöllur University of Louisville í Simpsonville, Kentucky. Þátttakendur eru 95 frá 17 háskólum. Ragnhildur er búin að spila á samtals 15 yfir pari, 159 höggum (81 78) og er T-73 fyrir lokahringinn í einstaklingskeppninni. Lið EKU er T-15 fyrir lokahringinn. Sjá má stöðuna á Cardinal Cup með því að SMELLA HÉR: