Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2019 | 23:00

LPGA: Kang sigraði á afmælisdaginn!

Það var bandaríski kylfingurinn Daníelle Kang, sem stóð uppi sem sigurvegari á Buick LPGA Shanghai, móti vikunnar á LPGA.

Og sigurinn kom á 27 ára afmælisdaginn hennar, 20. október 2019!

Þetta er 2. sigur Kang á LPGA.

Sigurskor Kang var 16 undir pari, 272 högg (69 – 67 – 66 – 70) og fyrir vikið hlaut hún $315,000 (u.þ.b. íkr. 40 milljónir) í sigurlaun.

Í 2. sæti varð Jessica Korda á samtals 15 undir pari.  Þrír kylfingar deildu 3. sætinu, allar á 13 undir pari: bandaríski kylfingurinn Kristin Gillman, Nasa Hataoka frá Japan og Yu Liu frá Kína.

Sjá má lokastöðuna að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: