Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2019 | 08:00

Evróputúrinn: Colsaerts sigraði!!!

Það var belgíski Ryder Cup kylfingurinn Nicolas Colsaerts sem stóð uppi sem sigurvegari á Amundi Opna franska, sem fór fram á Le Golf National vellinum í París.

Sigurskorið var 12 undir pari 272 högg (67 66 67 72).

Fyrir sigurinn hlaut Colsaerts €266,660 (u.þ.b. 37.7 milljónir íslenskra króna).

Með þessu lauk 7 ára eyðimerkurgöngu Colsaerts sigurlega séð.

Í 2. sæti varð Joachim Hansen frá Danmörku á samtals 11 undir pari og í 3. sæti varð George Coetzee frá S-Afríku á samtals 10 undir pari.