Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2019 | 18:00

LPGA: Sei Young Kim sigraði á CME

Það var Sei Young Kim frá S-Kóreu sem sigraði á CME Group Tour Championship.

Sigurskor Kim var 18 undir pari, 270 högg (65 – 67 – 68 – 70).

Kim átti 1 högg á þá sem varð í 2. sætinu, en það var Solheim Cup kylfingurinn evrópski, Charley Hull, sem var á samtals 17 undir pari, 271 höggi (72 – 67 – 66 – 66).

Bandarísku kylfingarnir Danielle Kang og Nelly Korda deildu 3. sætinu, báðar á samtals 16 undir pari, hvor.

Fyrir sigur sinn í CME hlaut Kim 1,5 milljónir bandaríkjadala í sigurlaun (sem er uþb. 184,5 milljónir íslenskra króna) en þess mætti geta að verðalaunaféð í CME er það allra hæsta sem gerist í kvennagolfinu.

Sjá má lokastöðuna á CME Group Tour Championship með því að SMELLA HÉR: