Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Niklas Lemke (3/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim.

Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár.

Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni.

Golf 1 mun byrja á þeim sem rétt sluppu inn á mótaröðina en þeir eru 4: Jean Babtiste Gonnet frá Frakklandi og Dale Whitnell frá Englandi, sem þegar  hafa verið kynntir og Svíarnir Niklas Lemke og Rikard Karlberg. Þessir 4 deildu 25. sætinu, léku allir á samtals 12 undir pari, 416 höggum. Í dag verður Niklas Lemke kynntur.

Niklas Lemke fæddist 23. apríl 1984 í Linköping og er því 35 ára.

Í dag býr hann í Gautaborg og heima í Svíþjóð er Lemke í Oijared golfklúbbnum.

Lemke er 1,85 m á hæð.

Sem áhugamaður tók Lemke þátt í mörgum liðakeppnum, sem hluti af landsliði Svíþjóð m.a. í Jacques Leglise Trophy 2001 (sigraði) Eisenhower Trophy 2002 og 2006 og St Andrews Trophy 2002.

Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Arizona State University og meðalhöggafjöldi hans þar, 70.04 er 3. besti meðalhöggafjöldinn í sögu skólans á eftir meðalhöggafjölda Paul Casey (69.87, 1999-2000) og Phil Mickelson (69.95, 1991-1992).

Niklas Lemke gerðist atvinnumaður í golfi 2007.

Eftir útskrift úr skólanum hefirLemke spilað bæði á Áskorendamótaröð Evrópu (Challenge Tour) og eins Web.com Tour í Bandaríkjunum.

Áhugamál Lemke utan golfsins eru íþróttir almennt.

Sem stendur er Lemke í 394. sæti heimslistans.