Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2020 | 20:00

Evróputúrinn: Pulkkanen leiðir í hálfleik á SA Open

Það er finnski kylfingurinn Tapio Pulkkanen, sem leiðir eftir 2. dag á fyrsta móti ársins á Evróputúrnum, SA Open.

Pulkkanen hefir samtals spilað á 11 undir pari, 131 höggi (65 66).

Jafnir í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru þeir: Jaco Ahlers, Jayden Trey Schaper, Thriston Lawrence, og Trevor Fisher Jr. 

Það er sigurvegari Opna breska, Louis Oosthuizen, sem á titil að verja í mótinu og er hann meðal efstu manna.

Sjá má stöðuna á SA Open með því að SMELLA HÉR: