Saga Traustadóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2020 | 16:45

Saga lék vel í Chile í dag!

Saga Traustadóttir, GR, tekur þátt í suður-ameríska áhugamannamótinu 2020 eða Abierto Sudamericano Amateur 2020.

Mótið fer fram í Golf Club Sport Frances, í Santiago, Chile.

Samtals hefir Saga spilað á 19 undir pari 235 höggum (74 83 78). Sem stendur er Saga í 35. sæti af 59 keppendum, en sætistalan getur en breyst þar sem ekki allir keppendur hafa lokið 3. hring.

Sögu gekk mun betur í dag heldur en í gær, sem var afar erfiður hringur.

Í efsta sæti sem stendur er argentínski kylfingurinn Valentina Rossi.

Lokahringurinn verður spilaður á morgun.

Sjá má stöðuna eftir 3. dag Abierto Sudamericano Amateur 2020 með því að SMELLA HÉR: