Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2020 | 22:00

Dagbjartur T-18 á Orange Bowl

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, tók þátt í Orange Bowl Championship sem venju skv. fór fram á glæsivelli Biltmore hótelsins, í Coral Gables, Flórída, að þessu sinni 4.-6. janúar 2020.

Þátttakendur í piltaflokki voru 57 og því sérlega glæsilegt hjá Dagbjarti að verða í 18. sæti, en keppendur Orange Bowl eru allt mjög sterkir, víðsvegar að úr heiminum.

Dagbjartur lék á samtals 13 yfir pari, 297 höggum (73 73 77 74)og deildi 18. sætinu með Alexander Settemsdal frá Noregi.

Sigurvegari í piltaflokki í ár varð Andrey Borges frá Brasilíu en hann lék á samtals 4 undir pari.

Sjá má lokastöðuna í Orange Bowl Championship í piltaflokki 2020 með því að SMELLA HER: