Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2020 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar & félagar urðu í 4. sæti

Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar í The Ragin Cajuns, háskólaliði Louisiana Lafayette, tóku þátt í All American Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram dagana 16.-18. febrúar í Humble, Texas og lauk því í gær. Þátttakendur voru 81 frá 13 háskólum. Björn Óskar lék á samtals 222 höggum (72 77 73) og var á 4. besta skorinu í liði sínu. Hann varð T-45 í einstaklingskeppninni. Lið Louisiana Lafayette hafnaði í 4. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á The All American Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Louisiana Lafayette er 24. febrúar n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2020 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea, Saga & Colorado State í 14. sæti í Louisiana

Andrea Bergsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Colorado State tóku þátt í Allstate Sugar Bowl Intercollegiate háskólamótinu. Mótið fór fram dagana 16.-18. febrúar í English Turn Golf & Country Club, New Orleans, Louisiana og lauk því í gær. Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum. Andrea var á 2. besta skori Colorado State; lék á samtals 9 yfir pari, 228 höggum (75 77 76) og varð T-50. Saga átti ekki sitt besta mót; lék á samtals 19 yfir pari, 238 höggum (82 81 75) og varð T-79. Colorado State varð í 14. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Colorado State er 9. mars n.k. Í aðalmyndaglugga: Andrea Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2020 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Jóhannes & félagar urðu í 5. sæti í Louisiana

Jóhannes Guðmundsson, GR og félagar í Stephen F Austin State University tóku þátt í La Tour Intercollegiate háskólamótinu. Þátttakendur voru 68 frá 12 háskólum. Mótið fór fram í La Tour golfklúbbnu í Mathews, Louisiana, dagana 17.-18. febrúar og lauk í gær. Jóhannes lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (68 78 70) og varð T-35 í einstaklingskeppninni. Hann var á 3. besta skori liðs síns, sem hafnaði í 5. sæti mótsins. Sjá má lokastöðuna á La Tour Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Stephen F Austin State University er 24. febrúar n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2020 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Georgia Coughlin (4/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson – 18. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Örn Ævar Hjartarson. Hann er fæddur 18. febrúar 1978 og á því 42 ára afmæli í dag!!! Eins og alltaf þegar miklir afrekskylfingar, líkt og Örn Ævar, eiga afmæli er erfitt nema rétt hægt að tæpa á nokkrum helstu afrekum viðkomandi. Þegar minnst er á Örn Ævar er ekki annað hægt en að geta allra vallarmetanna sem hann á, en það frægasta setti hann eflaust 1998 þegar hann spilaði Old Course í sjálfri vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews á 60 höggum, sem er vallarmet! Eins á Örn Ævar ýmis vallarmet hér heima t.a.m. -10 undir pari, þ.e. 62 högg í Leirunni, 2009; -7 undir pari 63 högg á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2020 | 23:00

Mickey Wright látin

Golfheimurinn hefir misst golfgoðsögn í dag, mánudaginn 17. febrúar 2020. Mickey Wright, 13-faldur risamótameistari lést í dag, nýorðin 85 ára (sl. föstudag). Banamein hennar var hjartaáfall.  Hún var fædd 14. febrúar 1935. Wright sigraði 82 sinnum á LPGA mótaröðinni og var með eina fallegustu golfsveiflu golfsögunnar. Hún dró sig í hlé úr atvinnumennskunni 34 ára, eftir aðeins 14 ár í atvinnumennsku. Vinsældir Wright voru slíkir að styrktaraðilar móts hótuðu að aflýsa mótum ef hún mætti ekki. „Þrýstingurin var svo mikill,“sagði Kathy Whitworth, um vin sinn og samkeppnisaðila, skv. talsmanni Frægðarhallar kylfinga, sem vinkonurnar hafa báðar hlotið inngögu inn. „Styrktaraðilarnir hótuðu að aflýsa mótunum ef hún mætti ekki. Og vitandi það, að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Þór Bjarkason – 17. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Þór Bjarkason. Hann er fæddur 17. febrúar 1964 og á því 56 ára afmæli í dag. Bjarki er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og er með 22,1 í forgjöf. Bjarki er trúlofaður Ingibjörgu Magneu og þau eiga 4 syni. Komast má á facebook síðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Bjarki Bjarkason (56 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael Hoke Austin, f. 17. febrúar 1910 – d. 23. nóvember 2005; Michael Jordan, 17. febrúar 1963 (57 ára); Ignacio Elvira, 17. febrúar 1987 (33 ára) ….. og ….. Aron Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2020 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar lönduðu 10. sætinu í Georgia

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WCU) tóku þátt í Invitation at Savannah Harbor háskólamótinu, dagana 15.-16. febrúar og lauk mótinu í gær. Mótið fór fram í The Club at Savannah Harbor í Savannah, Georgia. Þátttakendur voru 99 frá 19 háskólum. Tumi lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (75 72 77) og varð T-45. Hann var á 3. besta skori WCU, sem hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Invitation at Savannah Harbour með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót WCU er í Fort Lauderdale í Flórída 2. mars n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2020 | 23:59

Adam Scott sigraði á Genesis

Það var ástralski kylfingurinn Adam Scott, sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, The Genesis Invitational. Sigurskor Scott var 11 undir pari, 273 högg (72 64 67 70). Sigurlaun Scott voru $1,674,000 (u.þ.b. 201 milljón íslenskra króna) Hann átti 2 högg á þá, sem urðu í 2. sæti, bandarísku kylfingana Matt Kuchar og Scott Brown og Sung Kang frá S-Kóreu. Þeir sem uðu í 2. sæti léku samtals á 9 undir pair, 275 högg. Sjá má lokastöðuna á The Genesis Invitational með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 4. dags á The Genesis Invitational með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Hanna Guðlaugsdóttir og Ragnar Ágúst Ragnarsson – 16. febrúar 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Hanna Guðlaugsdóttir og Ragnar Ágúst Ragnarsson. Hanna er fædd 16. febrúar 1968 og á því 52 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Hönnu til þess að óska henni til hamingju hér að neðan Hanna Guðlaugsdóttir – Innilega til hamingju með 52 ára afmælið!!! Ragnar Ágúst er fæddur 16. febrúar 1993 og á því 27 ára afmæli. Ragnar Ágúst er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Ragnars Ágústs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Ragnar Ágúst Ragnarsson – Innilega til hamingju með 27 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira