Áskorendamótaröðin 2020 (2): Úrslit
Föstudaginn 12. júní 2020 fór fram 2. mótið í ár á Áskorendamótaröðinni, Nettómótið. Spilaðar voru 9 holur (yngri flokkar þ.e. 10 og 12 ára og yngri) og 18 holur (14 ára og yngri og 15-18 ára) í Mýrinni hjá GKG. Frábær þátttaka var í mótinu en alls mættu 85 kylfingar til leiks, 53 í 12 ára og yngri flokkum og 32 í 14 ára og yngri flokkum. Áskorendamótið er ætlað þeim ungu kylfingum sem eru að stíga fyrstu skrefin í keppnisþátttöku. Erfiðar aðstæður voru þar sem íslenskt rok og rigning setti svip sinn á mótið, en óhætt er að segja að keppendur hafi staðið sig eins og hetjur og eiga Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjört Bjarnadóttir – 17. júní 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Dagbjört Bjarnadóttir. Dagbjört er fædd 17. júní 1963. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún var ávallt meðal efstu í púttmóti Keiliskvenna og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta með góðum árangri. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Dagbjört Bjarnadóttir (57 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Judy Kimball Simon, 17. júní 1938 (82 ára); Ísland Best Í Heimi, 17. júní 1944 (76 ára); Iceland Ísland (76 ára); Fallega Fólkið, 17. júní 1944 (76 ára) Cathy Sherk (née Graham, 17. júní 1950 (70 ára Lesa meira
Gleðilegan Þjóðhátíðardag 2020!
Gleðilegan Þjóðhátíðardag! Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags! Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Jón Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811 á Hrafnseyri við Þingeyri og hefði orðið 209 ára í dag! Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu. Í boði eru 13 eftirfarandi mót fyrir kylfinga víðsvegar um landið í dag (tveimur mótum fleiri en í fyrra og 1 móti fleira en í hittifyrra) en aðeins 7 af þeim almenn: 1 Rauðkumót 1 Golfklúbbur Siglufjarðar 17.6.2020 2 Kaffi Krókur 3 Golfklúbbur Skagafjarðar 17.6.2020 3 OPNA ICELANDAIR Nesklúbburinn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Phil Mickelson og Sigurþór Ingólfsson–—- 16. júní 2020
Það eru þeir Sigurþór Ingólfsson og Phil Mickelson, sem eru afmæliskylfingur dagsins. Báðir eru fæddir 16. júní 1970 og eiga því 50 ára STÓRafmæli í dag!!! Mickelson fæddist í San Diego í Kaliforníu. Mickelson er nú nr. 64 á heimslistanum og hefir hann færst niður um 40 sæti frá því á sama tíma fyrir ári. Mickelson er í 9. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast PGA Tour mót (en Mickelson hefir sigrað í 44 slíkum mótum og nálgast óðfluga þann, sem er í 8. sæti með 45 sigra). Eins hefir Phil sigrað þrívegis á Masters (2004, 2006 og 2010); einu sinni á Opna breska (2013) og einu sinni á PGA Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2020: Monique Smit (46/65)
Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Justin Leonard – 15. júní 2020
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Justin Leonard. Justin sem heitir fullu nafni Justin Charles Garrett Leonard fæddist í Dallas, Texas 15. júní 1972 og er því 48 ára í dag. Leonard gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Á þeim tíma hefir hann m.a. sigrað í 12 mótum á PGA mótaröðinni. Einn fræknasti sigur Leonard var þegar hann sigraði á Opna breska árið 1997. Leonard er kvæntur Amöndu og á 4 börn: Skylar Charles Leonard, Luke Garrett Leonard, Avery Kate Leonard og Reese Ella Leonard. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ives Abbott, 15. júní 1878; Salthússmarkaður Á Stöðvarfirði 15. júní 1970 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Rakel Þorbergsdóttir, 15. júní Lesa meira
PGA: Berger sigraði á Charles Schwab e. bráðabana
Það var Daníel Berger sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, Charles Schwab Challenge. Sigurinn kom eftir bráðabana við Collin Morikawa, en báðir voru þeir á 15 undir pari, 265 höggum eftir hefðbundnar 72 holur. Daníel Berger er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á PGA og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum, með því að SMELLA HÉR: Þriðja sætinu deildu 4 kylfingar: Xander Schauffele, sem var í forystu fyrir lokahringinn, enski kylfingurinn og „Íslandsvinurinn“ Justin Rose, Bryson DeChambeau og Jason Kokrak. Sjá má lokastöðuna á Charles Schwab Challenge með því að SMELLA HÉR:
BOU GSÍ 2020 (2): Jón Gunnarsson sigraði í piltaflokki 19-21 árs
Nettó mótið – annað mótið á Barna- og Unglingamótaröð (hér skammst. BOU) GSÍ fór fram á Leirdalsvelli dagana 11.-13. júní s.l. Alls kepptu 130 börn og unglingar í golfi í mótinu. Í piltaflokki þ.e. flokki 19-21 árs pilta luku 10 keppni. Sigurvegari var heimamaðurinn Jón Gunnarsson, GKG og var heildar- og sigurskor hans samtals 4 yfir pari, 217 högg . Spilaðir voru 3 hringir hjá keppendur 17 ára og eldri. Sjá má heildarúrslitin í piltaflokki 19-21 árs í Nettómótinu hér að neðan: 1 sæti Jón Gunnarsson, GKG, 4 yfir pari 217 högg (68 74 75). 2 sæti Andri Már Guðmundsson, GM, 7 yfir pari, 220 högg (71 71 78). 3 sæti Lesa meira
BOU GSÍ 2020 (2): Inga Lilja sigraði í stúlknaflokki 19-21 árs
Nettó mótið – annað mótið á Barna- og Unglingamótaröð (hér skammst. BOU) GSÍ fór fram á Leirdalsvelli dagana 11.-13. júní. Alls kepptu 130 börn og unglingar í golfi í mótinu. Í stúlknaflokki þ.e. flokki 19 -21 árs stúlkna voru keppendur 3. Sigurvegari var Inga Lilja Hilmarsdóttir, GK og var heildar- og sigurskor hennar 47 yfir pari. Í flokki 17-18 ára og eldri voru spilaðir 3 hringir. Glæsilegir keppendur allar golfstúlkurnar okkar!!! 1 sæti Inga Lilja Hilmarsdóttir, GK, 47 yfir pari, 260 högg (86 91 83). 2 sæti Jóna Karen Þorbjörnsdóttir, GK, 84 yfir pari, 297 högg (89 107 101). 3. Vala Guðlaug Dolan Jónsdóttir, GOS, 111 yfir pari, 324 högg Lesa meira
BOU GSÍ 2020 (2): Tómas sigraði í piltaflokki 17-18 ára
Nettó mótið – annað mótið á Barna- og Unglingamótaröð (hér skammst. BOU) GSÍ fór fram á Leirdalsvelli dagana 11.-13. júní s.l. Alls kepptu 130 börn og unglingar í golfi í mótinu. Í piltaflokki þ.e. flokki 17-18 ára pilta luku 24 keppni. Sigurvegari var Tómas Eiríksson Hjaltested, GR og var heildar- og sigurskor hans 12 yfir pari, 225 högg (74 80 71). Spilaðir voru 3 hringir hjá keppendur 17 ára og eldri. Sjá má heildarúrslitin í piltaflokki 17-18 ára í Nettómótinu hér að neðan: 1 Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, 12 yfir pari, 225 högg (74 80 81). 2 Óliver Máni Scheving, GKG, 14 yfir pari, 227 högg (72 78 77). 3 Lesa meira










