
Nýju stúlkurnar á LET 2020: Monique Smit (46/65)
Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.
Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:
Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.
Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu, þær 7 sem deildu 50. sætinu, þær 7 (6), sem urðu T-43, þær 6 sem urðu T-37 og þær 4, sem deildu 33. sætinu; þær 7 stúkur sem deildu 27 sætinu; þær tvær sem urðu T-25 og þá sem varð ein í 24. sætinu.
Næst verða kynntar þær tvær sem urðu T-20 en það eru spænski kylfingurinn Mireia Prat, Leonie Harm frá Þýskalandi; Manon Gidali frá Frakklandi og Monique Smit frá S-Afríku. Þær léku allar á samtals 4 yfir pari.
Allar nema Smit hafa þegar verið kynntar og í dag er er röðin komin að henni, en hún varð uppreiknað í 20. sætinu og er sú fyrsta (fyrir utan Guðrúnu Brá, sem þegar hefir verið kynnt), til að hljóta fullan spilarétt á LET, 2020.
Monique Smit fæddist 26. febrúar 1991 í Nelspruit, Suður-Afríku og er því 29 ára.
Smit er ljóshærð og brúneyg. Hún byrjaði að spila golf 11 ára og segir móður sína og frænda hafa haft mest áhrif á feril sinn.
Þann 1. ágúst 2011 gerðist Smit atvinnumaður í golfi efti farsælan áhugamannsferil í S-Afríku.
Smit býr í George í S-Afríku. Hún hefir áður spilað á LET, en reyndi fyrst fyrir sér í úrtökumóti árið 2015.
Meðal áhugamála Smit eru allar íþróttir, bílar, að horfa á kvikmyndir, lesa og verja tíma með vinum sínum.
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid