Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2020 | 22:30

BOU GSÍ 2020 (2): Inga Lilja sigraði í stúlknaflokki 19-21 árs

Nettó mótið – annað mótið á Barna- og Unglingamótaröð (hér skammst. BOU) GSÍ fór fram á Leirdalsvelli dagana 11.-13. júní.

Alls kepptu 130 börn og unglingar í golfi í mótinu.

Í stúlknaflokki þ.e. flokki 19 -21 árs stúlkna voru keppendur 3.

Sigurvegari var Inga Lilja Hilmarsdóttir, GK og var heildar- og sigurskor hennar 47 yfir pari.

Í flokki 17-18 ára og eldri voru spilaðir 3 hringir.

Glæsilegir keppendur allar golfstúlkurnar okkar!!!

1 sæti Inga Lilja Hilmarsdóttir, GK, 47 yfir pari, 260 högg (86 91 83).

2 sæti Jóna Karen Þorbjörnsdóttir, GK, 84 yfir pari, 297 högg (89 107 101).

3. Vala Guðlaug Dolan Jónsdóttir, GOS, 111 yfir pari, 324 högg (109 106 109).