Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2020 | 23:59

PGA: DJ sigraði á Northern Trust!

Það var Dustin Johnson (DJ) sem sigraði á Northern Trust, móti vikunnar á PGA Tour.

Mótið fór fram 20.-23. ágúst 2020 Í Norton, MA.

Sigurskor DJ er annað lægsta heildarskor í sögu mótaraðarinnar, en hann lék á glæsilegum 30 undir pari, 254 högg (67 60 64 63).

Lægsta heildarskor í sögu PGA Tour á Ernie Els, en hann lék á samtals 31 höggi undir pari, árið 2003.

Hann átti heil 11 högg á þann sem varð í 2. sæti, Harris English.

Sjá má lokastöðuna á Northern Trust með því að SMELLA HÉR: