Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2020 | 20:00

Evróputúrinn: Langasque sigraði í Wales!

Það var franski kylfingurinn Romain Langasque, sem stóð uppi sem sigurvegari á ISPS Handa Wales Open.

Mótið fór fram dagana 20.-23. ágúst 2020 í The Celtic Manor Resort, í The City of Newport í Wales.

Finninn Sami Välimäki varð í 2. sæti, 2 höggum á eftir Langasque.

Ensku kylfingarnir David Dixon og Matthew Jordan deildu síðan 3. sætinu.

Sjá má lokastöðuna á ISPS Handa Wales Open með því að SMELLA HÉR: