Íslandsmót golfklúbba 2020: GFB sigraði í 3. deild karla
Íslandsmót golfklúbba í 3. deild karla fór fram á Skeggjabrekkuvelli hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar dagana 21.-23. ágúst 2020. Alls tóku 8 klúbbar þátt og var baráttan hörð um að komast upp í 2. deild og einnig um fall í 4. deild. Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB) sigraði Golfklúbb Grindavíkur (GG) í úrslitaleiknum og tryggði sér sæti í 2. deild að ári. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS) féll úr 3. deild og leikur í 4. deild á næsta ári. Sigursveit GFB var skipuð með eftirfarandi hætti: Björn Rúnar Björnsson, Fylkir Þór Guðmundsson, Gunnlaugur Elsuson, Sigurbjörn Þorgeirsson, Þorgeir Örn Sigurbjörnsson Sjá má allar viðureignir í 3. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba 2020 með því að SMELLA HÉR: Lokastaðan: Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Butch Harmon —– 28. ágúst 2020
Það er Butch Harmon sem er afmæliskylfingur dagsins. Butch, sem kennt hefir öllum helstu stórstjörnum golfsins er fæddur 28. ágúst 1943 og á því 77 ára afmæli í dag!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jóhann Árelíuz (68 ára); David Whelan, 28. ágúst 1961 (59 ára); Lee McLeod Janzen, 28. ágúst 1964 (56 ára); Pétur Hrafnsson, 28. ágúst 1966 (54 ára); Yugi Igarashi, 28. ágúst 1968 (52 ára); Joakim Haeggman 28. ágúst 1969 (51 árs STÓRAFMÆLI!!!); Kristrún Heimisdóttir, 28. ágúst 1971 (49 ára); Gísli Rafn Árnason (47 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira
Íslandsmót golfklúbba 2020: Esja sigraði í 4. deild karla
Íslandsmót golfklúbba í 4. deild karla fór fram á Þorláksvelli dagana 21.-23. ágúst. Alls tóku 8 klúbbar þátt og var baráttan hörð um að komast upp í 3. deild og að sama skapi forðast fall í 5. deild. Golfklúbburinn Esja, sem var að taka þátt í fyrsta sinn á Íslandsmóti golfklúbba, sigraði í úrslitum um sigurinn gegn Golfklúbbnum Vestarr frá Grundarfirði. Sigursveit Golfklúbbsins Esju skipuðu þeir: Birgir Guðjónsson, Björn Þór Hilmarsson, Guðmundur Ingvi Einarsson, Ingi Rúnar Gíslason Magnús Lárusson og Tomas Salmon. Golfklúbbur Álftaness endaði í neðsta sæti og fellur því í 5. deild. Sjá má allar viðureignir í 4. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba 2020 með því að SMELLA HÉR: Sjá Lesa meira
Íslandsmót golfklúbba 2020: GBO sigraði í 5. deild karla
Íslandsmót golfklúbba í 5. deild karla fór fram á Þorláksvelli, Þorlákshöfn dagana 21.-23. ágúst sl. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2014 að keppt er í 5. deild karla. 3 golfklúbbar kepptu í 5. deild karla., 2020. Sigurvegari árið 2020 er Golfklúbbur Bolungarvíkur (GBO), en rétt tókst að merja sigur gegn Jökli á 1. holu í bráðabana. Sigursveit GBO 2020 í 5. deild karla skipuðu þeir: Daði Valgeir Jakobsson, Flosi Valgeir Jakobsson, Janusz Pawel Duszak og Wirot Khiansantia. Hér má sjá úrslit í 5. deild karla: 1. sæti Golfklúbbur Bolungarvíkur (GBO) 2. sæti Golfklúbburinn Jökull (GJÓ) 3. sæti Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs (GFH) Hér má sjá úrslit allra viðureigna í 5. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Blake Adams –—- 27. ágúst 2020
Það er Blake Adams, sem er afmæliskylfingur dagsins. Blake Adams fæddist 27. ágúst 1975 í Bartlesville, Oklahoma og á því 45 ára afmæli í dag. Hann bjó þó aðeins í Oklahoma í 2 mánuði en fluttist með fjölskyldu sinni til Dalton í Georgía ríki, þar sem hann bjó til 16 ára aldurs. Hann fluttist síðan til Eatonton og útskrifaðist frá Gatewood School og skráði sig í University of Georgía í Athens, en flutti sig síðan yfir í Georgia Southern University í Statesboro þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í félagsfræði árið 2001 og gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift, eftir að hafa spilað í bandaríska háskólagolfinu. Adams er 1,9 m Lesa meira
GÁ: Eyrún og Birgir Grétar klúbbmeistarar 2020
Meistaramót Golfklúbbs Álftaness (GÁ) fór fram dagana 13.-15. ágúst sl. Þátttakendur í ár voru 36 og kepptu þeir í 5 flokkum. Klúbbmeistarar GÁ 2020 eru þau Eyrún Sigurjónsdóttir og Birgir Grétar Haraldsson. Sjá má öll úrslit úr meistaramóti GÁ með því að SMELLA HÉR: Sjá má helstu úrslit meistaramóts GÁ 2020 hér að neðan: Karlar undir 20 (9): 1 Birgir Grétar Haraldsson, 12 yfir pari, 210 högg (72 71 67) 2 Einar Georgsson, 14 yfir pari, 212 högg (70 66 76) T3 Árni Knútur Þórólfsson, 16 yfir pari, 214 högg (78 70 66) T3 Samúel Ívar Árnason, 16 yfir pari, 214 högg (70 73 71) Konur (8): 1 Eyrún Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Eiríkur Þór og Kristján – 26. ágúst 2020 – Uppskrift af afmælisbrownies fylgir!!!
Afmæliskylfingar dagsins eru Eiríkur Þór Hauksson og Kristján Vigfússon. Eiríkur Þór er fæddur 26. ágúst 1975 og á því 45 ára afmæli. Kristján er fæddur 26. ágúst 1965 og á 55 ára afmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan Eiríkur Þór Hauksson · 45 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Kristján Vigfússon – 55 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Hudson, 26. ágúst 1945 (75 ára MERKISAFMÆLI!!!); Howard K. Clark, 26. ágúst 1954 (66 ára); James Edgar Rutledge 26. ágúst 1959 (61 árs); Ben Martin, 26. ágúst 1987 Lesa meira
GL: Valdís Þóra og Hannes Marinó klúbbmeistarar 2020
Meistaramót Golfklúbbsins Leynis 2020 fór fram dagana 6.-11. júlí 2020. Klúbbmeistarar GL 2020 eru þau Hannes Marinó Ellertsson og Valdís Þóra Jónsdóttir. Þátttakendur í ár, sem luku keppni, voru 146 og léku þeir í 16 flokkum. Sjá má öll úrslit meistaramóts GL 2020 með því að SMELLA HÉR: og meistaramóts yngri kylfinga í GL 2020 með því að SMELLA HÉR: Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum í meistaramóti GL hér að neðan: Meistaraflokkur karla (11): 1 Hannes Marinó Ellertsson, 17 yfir pari, 305 högg (74 74 76 81) 2 Þórður Emil Ólafsson, 25 yfir pari, 313 högg (79 77 81 76) 3 Stefán Orri Ólafsson, 26 yfir pari, 314 högg Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Úlfar Jónsson —– 25. ágúst 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Úlfar Jónsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari. Úlfar er fæddur 25. ágúst 1968 og á því 52 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Úlfar Jónsson– 52 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Dwight Nevil, 25. ágúst 1944 (76 ára); Magnús Eiríksson, 25. ágúst 1945 (75 ára); Thorunn Erlu Valdimarsdottir, 25. ágúst 1954 (66 ára); Ingi Karl Ingibergsson 25. ágúst 1962 (58 ára); Angela Park (á kóreönsku: 박혜인) 25. ágúst 1988 (32 ára); Robert (Robby) Shelton IV, 25. ágúst 1995 (25 ára) …. og …… Lesa meira
Unglingamótaröðin 2020 (5): Úrslit úr Íslandsmótinu í höggleik
Fimmta og síðasta mótið á Unglingamótaröð GSÍ 2020 fór fram á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili, dagana 21.-23. ágúst 2020. Á besta heildarskorinu á Íslandsmótinu varð Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, en hann lék hringina 3 á flottum 7 undir pari, aðeins annar af tveimur Íslandsmeisturum, sem léku samtals undir pari – hinn er Kristófer Karl Karlsson, GM. Helstu úrslit í öllum 8 flokkunum eru eftirfarandi, en sjá má þau í heild sinni með því að SMELLA HÉR: Stelpur 14 ára og yngri: 1 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, 6 yfir pari, 219 högg (74 73 72) 2 Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, 14 yfir pari, 227 högg (77 74 76) 3 Helga Signý Lesa meira










