Hinn 24 ára Scheffler skilaði skollalausu meistaraskorkorti með 12 fuglum, og skipti þeim jafnt á fyrri og seinni 9 holurnar.

Scheffler er jafnframt næstyngsti kylfingurinn til þess að vera á 59 höggum eða betra í PGA Tour móti – aðeins Justin Thomas var yngri þegar hann náði glæsihring sínum upp á 59 högg.