Opna bandaríska 2020: DeChambeau sigraði!
Það var Bryson DeChambeau, sem sigraði á Opna bandaríska risamótinu. DeChambeau lék á samtals 6 undir pari, 274 högg (69 68 70 67). Hann var jafnframt eini keppandinn sem var með heildarskor undir pari. Svo átti DeChambeau heil 6 högg á næsta keppanda, sem var Matthew Wolff, sem var á sléttu pari, 280 höggum (66 74 65 75). Louis Oosthuizen frá S-Afríku varð síðan í 3. sæti á samtals 2 yfir pari. Sjá má lokastöðuna á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst varð T-18 í Portúgal!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lauk keppni í Open de Portugal at Royal Óbidos, í dag. Mótið fór fram dagana 18.-20. september 2020. Besti árangur Guðmundar Ágústs á Evrópumótaröð karla er staðreynd – en mótið var sameigilegt mót Evrópumótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar. Guðmundur Ágúst lék á samtals 9 undir pari, 279 högg (69 72 69 69). Sigurvegari í mótinu varð Garrick Higgo frá S-Afríku og var sigurskorið samtals 19 undir pari, 269 högg (68 70 66 65). Sjá má lokastöðuna á Open de Portugal at Royal Óbidos með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Adam Örn Jóhannsson – 20. september 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Adam Örn Jóhannsson. Adam Örn er fæddur 20. september 1980 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Adam Örn Jóhannsson · 40 ára (Innilega til hamingju með stór-afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marty Schiene, 20. september 1958 (62 ára); Becky Larson, 20. september 1961 (59 ára); Jenny Murdock, 20. september 1971 (49 ára); Chad Collins, 20. september 1978 (42 ára – spilaði á PGA Tour) … og … Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (38/2020)
Kylfingurinn við kaddýinn sinn: „Af hverju lítur þú alltaf á klukkuna eftir að ég slæ?“ Kaddýinn: „Þetta er ekki klukka, þetta er áttaviti!“
Afmæliskylfingar dagsins: Adam Örn og Árni Björn – 19. september 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Adam Örn Stefánsson og Árni Björn Stefánsson. Adam Örn er fæddur 19. september 1990 og á 30 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu hans til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Adam Örn Stefánsson (30 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Hinn afmæliskylfingurinn er Árni Björn Ómarsson. Hann er fæddur 19. september 1965 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu hans til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Árni Björn Ómarsson (55 ára – Innilega til hamingju með með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli Lesa meira
Björn Viktor sigurvegari Unglingaeinvígisins!
Unglingaeinvígið í Mosó fór fram í dag, 18. september 2020 í 16. sinn. Mótið bar nú heitið: Titleist Unglingaeinvígið 2020. Sigurvegari varð Björn Viktor Viktorsson úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Björn Viktor sigraði með fugli á lokaholunni, en lokastaðan hjá keppendum, sem eru meðal bestu ungu kylfinga landsins var eftirfarandi: 1. sæti – Björn Viktor Viktorsson, GL 2. sæti – Veigar Heiðarsson, GA 3. sæti – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 4. sæti – Mikael Máni Sigurðsson, GA 5. sæti – Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 6. sæti – Guðjón Frans Halldórsson, GKG 7. sæti – Bjarni Þór Lúðvíksson, GR 8. sæti – Sara Kristinsdóttir, GM 9. sæti – Tristan Snær Viðarsson, Lesa meira
LET Access: Guðrún Brá lauk keppni T-24 í Tékklandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í Amundi Czech Ladies Challenge mótinu, sem fór fram dagana 16.-18. september í Prague City Golf, í Tékklandi. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni, næstbestu kvenmótaröð í Evrópu. Guðrún Brá lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (71 77 75) og lauk keppni jöfn 3 öðrum í 24. sæti. Í verðlaun fyrir þennan árangur hlaut Guðrún Brá €685.18 u.þ.b. 110.000 íslenskar krónur. Þarna sést glögglega að verðlaunafé í kvennagolfinu og þá sérstaklega í 2. deild er ekki hátt, miðað við tilkostnað sem þarf til þátttöku í mótunum. En 24. sætið er glæsilegur árangur! Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Björk Eggertsdóttir – 18. september 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Björk Eggertsdóttir. Steinunn er fædd 18. september 1960 og á því 60 ára merkisafmæli. Steinunn er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og hefir m.a. átt sæti í sveit GKG í sveitakeppni GSÍ. Eins hefir Steinunn verið liðsstjóri í mörgum ferðum íslenska kvennalandsliða erlendis. Steinunn er skemmtileg og góður félagi eins og flestir geta borið vott um sem kynnst hafa Steinunni í fjölmörgum golfferðum erlendis sem hún hefir tekið þátt í, t.a.m. á Costa Ballena og Novo St. Petri. Steinunn á 3 dætur: Gunnhildi, Kolbrúnu Eddu og Elísabetu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Steinunn Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Róbert Theódórsson og Kristófer Karl Karlsson – 17. september 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Róbert Theódórsson og Kristófer Karl Karlsson. Róbert er fæddur 17. september 1995 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Kristófer Karls til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Róbert Theódórsson (Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!!) Kristófer Karl er afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Hann er fæddur 17. september 2001 og er því 19 ára í dag. Í ár varð Kristófer Karl m.a. Íslandsmeistari í holukeppni í sínum aldursflokki og stigameistari í sínum aldursflokki á Unglingamótaröð GSÍ. Komast má á facebook síðu Kristófer Karls til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bryson DeChambeau – 16. september 2020
Það er Bryson DeChambeau, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bryson er fæddur 16. september 1993 og er því 27 ára. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: George Duncan, 16. september 1883-15. janúar 1964; Jerry Haas, 16. september 1963 (57 ára); Iceland Hiking (56 ára)…. og ….. Reykjavik Fasteignasala (27 ára). Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is










