Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2020 | 22:10

Opna bandaríska 2020: DeChambeau sigraði!

Það var Bryson DeChambeau, sem sigraði á Opna bandaríska risamótinu.

DeChambeau lék á samtals 6 undir pari, 274 högg (69 68 70 67).

Hann var jafnframt eini keppandinn sem var með heildarskor undir pari.

Svo átti DeChambeau heil 6 högg á næsta keppanda, sem var Matthew Wolff, sem var á sléttu pari, 280 höggum (66 74 65 75).

Louis Oosthuizen frá S-Afríku varð síðan í 3. sæti á samtals 2 yfir pari.

Sjá má lokastöðuna á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR: