Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2020 | 22:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst varð T-18 í Portúgal!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lauk keppni í Open de Portugal at Royal Óbidos, í dag.

Mótið fór fram dagana 18.-20. september 2020.

Besti árangur Guðmundar Ágústs á Evrópumótaröð karla er staðreynd – en mótið var sameigilegt mót Evrópumótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 9 undir pari, 279 högg (69 72 69 69).

Sigurvegari í mótinu varð Garrick Higgo frá S-Afríku og var sigurskorið samtals 19 undir pari, 269 högg (68 70 66 65).

Sjá má lokastöðuna á Open de Portugal at Royal Óbidos með því að SMELLA HÉR: