Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2021 | 09:00

PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open

Þrír kylfingar deila efsta sætinu eftir 1. dag Sony Open, en mótið fer fram dagana 14.-17. janúar 2021 í Honolulu á Hawaii.

Þessir kylfingar eru Joaquin Niemann, Peter Malnati og Jason Kokrak.

Allir léku þeir á 8 undir pari, 62 höggum.

Tveimur höggum á eftir þremenningunum er hópur 6 kylfinga: Jim Herman, sem nú virðist búinn að jafna sig eftir Covid; Aaron Baddeley, Daniel Berger, Si Woo Kim , Patton Kizzire og Vaughn Taylor.

Sjá má stöðuna á Sony Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Joaquin Niemann frá Chile.