Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2021 | 08:00

PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik

Það er kanadíski kylfingurinn Nick Taylor, sem tekið hefir forystu á Sony Open.

Hann átti glæsihring upp á 62 högg á 2. hring.

Samtals hefir Taylor spilað á 12 undir pari, 128 höggum (66 62).

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Nick Taylor með því að SMELLA HÉR: 

Hópur 5 kylfinga deilir 2. sætinu, þeir Russell Henley, Stewart Cink, Chris Kirk, Vaughn Taylor og Webb Simpson, sem er risinn upp  af sjúkrabeði eftir að hafa fengið Covid.

Sjá má stöðuna á eftir 2. dag Sony Open með því að SMELLA HÉR: