PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
Það var Si Woo Kim, frá S-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour, The American Express, sem fram fór La Quinta, Kaliforníu, dagana 21.-24. janúar 2021. Sigurskorið var 23 undir pari, 265 högg (66 68 67 64). Fyrir sigurinn hlaut Kim $1,206,000 eða u.þ.b. 158 milljónir íslenskra króna. Í 2. sæti varð Patrick Cantlay, aðeins 1 höggi á eftir, þ.e. á samtals 22 undir pari. Ástralinn Cameron Davis varð í 3. sæti á samtals 20 undir pari og Tony Finau í því fjórða á samtals 19 undir pari. Brandon Hagy, sem kom inn í mótið fyrir Jon Rahm og leiddi eftir 1. dag, varð T-21, en hann náði Lesa meira
LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
Það var Jessica Korda, sem stóð uppi sem sigurvegari á Diamond Resorts Tournament of Champions. Mótið fór fram á Tranquilo golfvellinum í Lake Buena Vista, í Flórída, dagana 21.-24. janúar 2021. Jessica var jöfn Daniellu Kang, sem búin var að leiða mestallt mótið, eftir 72 holur, en Jessica átti m.a. stórglæsilegan 3. hring þar sem hún spilaði á 60 höggum og daðraði við 59! Það varð því að til koma bráðabana milli þeirra, þar sem Jessica hafði betur í þessu Korda/Kang einvígi. Sigur Jessicu kom þegar á 1. holu bráðabanans (þar sem 18. holan var spiluð) þegar hún setti niður langt fuglapútt. Sjá má hápunkta (m.a. sigurpútt) Jessicu á lokahring Lesa meira
Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
Franski kylfingurinn Alexander Levy náði draumahöggi allra kylfinga á 15. braut keppnisvallar Abu Dhabi HSBC Championship á 3. hring þ.e. í gær. Hann setti niður af 177 yarda (tæpa 162 metra) færi og hann notaði 9-járn við höggið góða. „Þetta er virkilega góð tilfinning“ sagði Levy eftir að fyrsti ás á Evróputúrnum nú í ár, hafði litið dagsins ljós. Tilfinningin versnaði ekki við það að glænýr, geggjaður BMW 850i var í verðlaun (sjá aðalmyndaglugga). Sjá má ás Levy með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
Það var Tyrrell Hatton, sem sigraði á 1. móti ársins á Evróputúrnum: Abu Dhabi HSBC meistaramótinu. Sigurskor hans var 18 undir pari, 270 högg (65 68 71 66). Sigurinn var nokkuð öruggur því hann átti heil 4 högg á þann sem varð í 2. sæti, Jason Scrivener, frá Ástralíu, sem lauk keppni á samtals 14 undir pari, 274 höggum. Rory varð síðan að láta sér 3. sætið duga, en hann var einn í því á samtals 13 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Abu Dhabi HSBC með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Ingvar Jónsson. Hann er fæddur 24. janúar 1981 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Ingvar er í Golfklúbbi Þorlákshafnar (GÞ) og m.a. klúbbmeistari GÞ 2017. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ingunni til hamingju með afmælið hér að neðan Ingvar Jónsson – Innilega til hamingju með 40 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jón H Karlsson, 24. janúar 1949 (72 ára); Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, GO, 24. janúar 1962 (59 ára); Kim Saiki Maloney, 24. janúar 1966 (55 ára); Hermann Hauksson, 24. janúar 1972 (49 ára); Aldilson da Silva, 24. janúar 1972 (vann í Sishen Golf Club á Vodafone Lesa meira
PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
Darren Clarke sigraði á Mitsubishi Electric meistaramótinu, sem er mót á Öldungamótaröð PGA (ens.: PGA Tour Champions). Mótið fór fram 21. -23. janúar 2021 á Kailua, Kona á Hawaii. Clarke kom í hús á samtals 21 undir pari, 195 höggum (62 68 64) á Hualalai golfvellinum. Í 2. sæti varð Retief Goosen, á samtals 19 undir pari, 197 höggum (62 71 64) og í því 3. Jerry Kelly á samtals 17 undir pari. Eftir sigurinn sagði Clarke m.a.: „Bara það að sigra, komast meðal sigurvegarana og sigra aftur er vissulega mjög ánægjulegt. Ég elska Champions Tour. Strákarnir hafa verið svo góðir við mig hérna síðan ég hef verið hérna, mér Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (4/2021)
Tveir eldri kylfingar tala saman. „Hey Pétur, af hverju ferð þú ekki til golfkennara?„ Pétur: „Siggi, ef golfkennarinn segir mér eitthvað í dag, þá er ég búinn að gleyma því á morgun – ég kaupi mér þá frekar eina góða flösku af rauðvíni!“
Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins í dag er taíwanski kylfingurinn og 5-faldur sigurvegari risamóta, Yani Tseng (á kínversku: 曾雅妮) Yani fæddist 23. janúar 1989 í Gueishan, Taoyuan í Taíwan og á því 32 ára afmæli í dag. Yani vermdi áður fyrr 1. sæti Rolex-heimslista kvenna í 109 vikur í röð á árunum 2011-2013, en er í dag í 917. sæti heimslistans og ekki hefir borið mikið á henni á undanförnum árum. Golf 1 hefir áður kynnt afmæliskylfinginn Yani, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Valgeir Guðjónsson, 23. janúar 1952 (69 ára); Soffía Margrét Hafþórsdóttir, 23. janúar 1972 (49 ára) … og … Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG. Hann fæddist 22. janúar 1985 og á því 36 ára afmæli í dag. Klúbbmeistarar GKG 2013; Ragna Björk Ólafsdóttir og Alfreð Brynjar Kristinsson, Mynd: GKG Alfreð Brynjar kemur úr mikilli golffjölskyldu; sonur hjónanna Kristins J. Gíslasonar, verkfræðings og Elísabetar M. Erlendsdóttur, ljósmóður. Alfreð á 4 systkini, Elínborgu, Lóu Kristínu, Kristinn Jósep og Ólafíu Þórunni, en síðastnefnda systir Alfreðs Brynjars er 3-faldur Íslandsmeistari í golfi 2011 og Íslandsmeistari í holukeppni (2013) hefir náð lengst íslenskra kylfinga, eftir þátttöku á LET og LPGA. Alfreð Brynjar bjó í Danmörku í 10 ár. Hann byrjaði 12 ára gamall í golfi, vegna þess að hann vildi spila við Lesa meira
Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
Miðjumaður The Yankees, Aaron Hicks, er meðal þeirra sem spila í Pro-Am-inu, á móti vikunnar á LPGA, Diamond Resorts Tournament of Champions. Og Hicks er kærasti frænku Tiger Woods og vinkonu Ólafíu Þórunnar okkar Kristinsdóttur. Og það er einmitt kærastan, Cheyenne Woods, sem er á pokanum hjá honum. Þau Cheyenne kynntust þegar hún tók viðtal við hann fyrir podcast sitt „Birdies Not BS“, síðastliðið vor og hafa verið saman síðan. „Við spilum bara mikið þegar við erum heima,“ sagði Woods, „og við tökum peninga allra.“ Í sl. viku fékk Hicks m.a. ás með 3-tré, á 303 yarda par-4 holu í Silverleaf Club í Scottsdale, Arizona. Oftar er Hicks á pokanum hjá Lesa meira










