Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2021 | 08:00

PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!

Darren Clarke sigraði á Mitsubishi Electric meistaramótinu, sem er mót á Öldungamótaröð PGA (ens.: PGA Tour Champions). Mótið fór fram 21. -23. janúar 2021 á Kailua, Kona á Hawaii.

Clarke kom í hús á samtals 21 undir pari, 195 höggum (62 68 64) á Hualalai golfvellinum.

Í 2. sæti varð Retief Goosen, á samtals 19 undir pari, 197 höggum (62 71 64) og í því 3. Jerry Kelly á samtals 17 undir pari.

Eftir sigurinn sagði Clarke m.a.: „Bara það að sigra, komast meðal sigurvegarana og sigra aftur er vissulega mjög ánægjulegt. Ég elska Champions Tour. Strákarnir hafa verið svo góðir við mig hérna síðan ég hef verið hérna, mér finnst ég svo velkomninn. Og staðallinn er svo hár, hann er bara ótrúlegur. Strákarnir geta spilað. Ég hef verið heppinn undanfarinmót.

Í nóvember í fyrra sigraði hann á TimberTech meistaramótinu í Boca Raton, Flórída.

Þetta mót á Hawaii er fyrsta mótið á Öldungamótaröð PGA í ár og framhald á keppnistímabilinu í fyrra, því Covid-19 varð til þess að öll mót lágu niðri í 4 mánuði á mótaröðinni.

Sjá má lokastöðuna á Mitsubishi Electric meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: