Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2021 | 17:00

Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!

Franski kylfingurinn Alexander Levy náði draumahöggi allra kylfinga á 15. braut keppnisvallar Abu Dhabi HSBC Championship á 3. hring þ.e. í gær.

Hann setti niður af 177 yarda (tæpa 162 metra) færi og hann notaði 9-járn við höggið góða.

Þetta er virkilega góð tilfinning“ sagði Levy eftir að fyrsti ás á Evróputúrnum nú í ár, hafði litið dagsins ljós.

Tilfinningin versnaði ekki við það að glænýr, geggjaður BMW 850i var í verðlaun (sjá aðalmyndaglugga).

Sjá má ás Levy með því að SMELLA HÉR: