Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2021 | 12:00

Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann

Miðjumaður The Yankees, Aaron Hicks, er meðal þeirra sem spila í Pro-Am-inu, á móti vikunnar á LPGA, Diamond Resorts Tournament of Champions.

Og Hicks er kærasti frænku Tiger Woods og vinkonu Ólafíu Þórunnar okkar Kristinsdóttur.

Og það er einmitt kærastan, Cheyenne Woods, sem er á pokanum hjá honum.

Þau Cheyenne kynntust þegar hún tók viðtal við hann fyrir podcast sitt „Birdies Not BS“, síðastliðið vor og hafa verið saman síðan.

Við spilum bara mikið þegar við erum heima,“ sagði Woods, „og við tökum peninga allra.“

Í sl. viku fékk Hicks m.a. ás með 3-tré, á 303 yarda par-4 holu í Silverleaf Club í Scottsdale, Arizona.

Oftar er Hicks á pokanum hjá Cheyenne, t.d. í lokaumferðinni 17. janúar sl. þegar Cheyenne sigraði í móti á Cactus mótaröðinni – átti heil 16 högg á næsta keppanda!

Bara gaman að vinna,“ sagði Cheyenne. „Ég hafði ekki unnið síðan í Ástralíu fyrir nokkrum árum.“

Þessi fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest sigraði síðast á Volvik RACV Ladies Masters, árið 2014,  á Evrópumótaröð kvenna og vinnur nú að því að endurheimta kortið á LPGA.

Í aðalmyndaglugga: Cheyenne ásamt kærasta sinum, Aaron Hicks.