
Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG. Hann fæddist 22. janúar 1985 og á því 36 ára afmæli í dag.
Klúbbmeistarar GKG 2013; Ragna Björk Ólafsdóttir og Alfreð Brynjar Kristinsson, Mynd: GKG
Alfreð Brynjar kemur úr mikilli golffjölskyldu; sonur hjónanna Kristins J. Gíslasonar, verkfræðings og Elísabetar M. Erlendsdóttur, ljósmóður. Alfreð á 4 systkini, Elínborgu, Lóu Kristínu, Kristinn Jósep og Ólafíu Þórunni, en síðastnefnda systir Alfreðs Brynjars er 3-faldur Íslandsmeistari í golfi 2011 og Íslandsmeistari í holukeppni (2013) hefir náð lengst íslenskra kylfinga, eftir þátttöku á LET og LPGA.
Alfreð Brynjar bjó í Danmörku í 10 ár. Hann byrjaði 12 ára gamall í golfi, vegna þess að hann vildi spila við föður sinn, Kristinn, sem alltaf var í golfi og eins var eldri bróðir hans Kristinn Jósep, mikil fyrirmynd. Aðrar íþróttir, sem Alfreð Brynjar lagði stund á voru handbolti (með Aftureldingu) og frjálsar. Alfreð Brynjar var kominn í unglingalandsliðið í golfi aðeins 3 árum eftir að hann byrjaði að spila golf og eftir það snerist allt um golf.
Meðal helstu afreka Alfreðs Brynjars er að verða klúbbmeistari unglinga í GKJ. Eins er hann klúbbmeistari GKG 2009 , 2011 og 2013. Alfreð Brynjar varð tvívegis klúbbmeistari unglinga í Himmerland GCC í Danmörku; vann Handelsskolemesterskabet í Danmörku; fór holu í höggi í Scottish Youth Championships, 17. júní 2005; spilaði í liði St. Andrews Presbyterian College, NC, í Bandaríkjunum; var kjörinn leikmaður ársins 2007-2008 af háskóla sínum eða “Most outstanding player in Mens Golf 2007-2008“ og vann sinn fyrsta sigur á Kaupþingsmótaröðinni á Akranesi, í móti 19.-20. maí 2007. Þjálfarar allra skóla í Conference Carolinas kusu hann „All Conference HONORABLE MENTION Men´s Golf 2008.“ Alfreð Brynjar var í 3. sæti á stigalista GSÍ 2008; stigameistari GSÍ 2009 og var í afrekshóp GSÍ 2012. Hann hefir verið í sigursælli sveit GKG í Íslandsmóti klúbbliða undanfarin ár.
Alfreð Brynjar er kvæntur Hönnu Sesselju og þau eiga einn son og eina dóttur.
Alfreð Brynjar, Hanna Sesselja og sonur. Mynd: Í einkaeigu
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Becky Pearson, 22. janúar 1956 (65 ára); Ólöf Ásgeirsdóttir, 22. janúar 1959 (62 ára); Barb Thomas Whitehead, 22. janúar 1961 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!!); Sigurbjörn Sigfússon, 22. janúar 1968 (53 ára); Unnur Ólöf Halldórsdóttir, GB, 22. janúar 1973 (48 ára); Sigvarður Hans Ísleifsson, 22. janúar 1979 (42 ára) …. og ….
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum, sem og öllum kylfingum sem afmæli í dag eiga innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?