Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2021 | 08:00

Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic

Það var enski kylfingurinn Paul Casey sem stóð upp sem sigurvegari á Omega Dubai Desert Classic.

Mótið fór fram dagana 28.-31. janúar 2021 í Emirates GC, Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Sigurskor Casey var 17 undir pari, 271 högg (67 70 64 70).

Hann átti heil 4 högg á Brandon Stone sem var í 2. sæti á samtals 13 undir pari.

Casey er fæddur 21. júlí 1977 og er því 43 ára. Þetta var 15. sigur hans á Evróputúrnum og 21. sigur hans í alþjóðlegum atvinnumannamótum.

Sjá má lokastöðuna á Omega Dubai Desert Classic með því að SMELLA HÉR: