Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2021 | 18:00

PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open

Það var bandaríski kylfingurinn Patrick Reed, sem sigraði á Farmers Insurance Open, sem fram fór dagana 28.-31. janúar 2021.

Mótið fór að venju fram á Torrey Pines, í San Diego, Kaliforníu.

Sigurskor Reed var 14 undir pari, 274 högg (64 72 70 68) og var þetta 9. sigur hans á PGA Tour.

Jafnir í 2. sæti, 5 höggum á eftir Reed, á samtals 9 undir pari, hver, voru þeir Viktor Hovland, Henrik Norlander, Tony Finau, Ryan Palmer og Xander Schauffele.

Umdeilt atvik varð á 3. keppnisdag á 10. holu sem Reed var að spila en hann tók upp bolta sinn lýsti hann grafinn (embedded) og fékk dómara eftir á til að staðfesta það og því lausn án vítis og par á 10. holu.

Fyrir tveimur árum, 2019, fékk Reed tvö högg í víti fyrir að bæta legu bolta síns og fannst mörgum hann vera að endurtaka leikinn nú.

Sjá má lokastöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: