Vestmannae
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2021 | 14:00

GV: Stækkun á klúbbhúsi fyrirhuguð

Á facebooksíðu GV laugardaginn sl. (þ.e. þann 30. janúar) birtist eftirfarandi færsla, þar sem greint er frá fyrirhugaðri stækkun á klúbbhúsi GV:

„Ágætu kylfingar
Stjórn GV samþykkti á fundi sínum í byrjun janúar að hefja vinnu við viðbyggingu á húsnæði klúbbsins. Verður byggt við neðri hæðina og hugmyndin er að golfhermar verði staðsettir þar ásamt geymslu fyrir golfbíla GV. Svæði fyrir skápa verður óbreytt en hugsanlega munum við fara í það að endurskipuleggja svæðið.
Þá verður farið í að útbúa búningsherbergi fyrir konur og karla á efri hæðinni auk þess sem stefnt er að því að fjölga salernum.
Stefnt er að því að hefja jarðvinnu í næstu viku. Við ætlum að gera þetta í áföngum næstu tvö árin og áætlum að kostnaður verði á bilinu 40-50 milljónir.
Endilega kíkið á teikningarnar en farið verður betur yfir þetta á aðalfundi klúbbsins sem fyrirhugað er að halda 18. febrúar næstkomandi.
Fyrir hönd stjórnar GV
Sigursveinn Þórðarson
May be an image of floor plan
No photo description available.