
LPGA: Ai Miyazato efst á Honda LPGA Thaíland 2012 eftir 1. dag
Það er hin japanska Ai Miyazato, sem leiðir eftir 1. dag Honda LPGA Thailand 2012 mótsins, en það byrjaði fyrr í morgun í Siam Country Club, í Chonburi. Spilað er á Pattaya Old Course. Ai kom inn á 67 höggum, spilaði skollafrítt og fékk 5 fugla. Í 2 sæti eru 5 kylfingar allar á 68 höggum aðeins 1 höggi á eftir forystukonunni.Þetta eru: Anna Nordqvist frá Svíþjóð, Karrie Webb frá Ástralíu og síðan 3 stúlkur frá Suður-Kóreu: Se Ri Pak, Na Yeon Choi og Amy Chang.
Sjöunda sætinu deila þær Christel Boeljon, frá Hollandi, sem sigraði nú nýverið á RACV Australian Ladies Masters og sú sem vann Q-school LPGA s.l. desember, heimakonan Numa Gulyanamitta. Þær voru á 69 höggum, -3 undir pari.
Hin norska Suzann Pettersen var á -2 undir pari, spilaði á 70 höggum og er T-9 ásamt 8 öðrum. Hin sænska Maria Hjorth er í hópi 8 kylfinga sem allar voru á -1 undir pari, 71 höggi og eru T-18.
Caroline Hedwall og Paula Creamer voru líkt og 8 aðrar á parinu og eru T-26.
Loks eru Lexi Thompson og nr. 1 í kvennagolfinu Yani Tseng meðal 7 kylfinga sem deila 36. sætinu voru að spila á 73 höggum, þ.e. +1 yfir pari, en Yani á titil að verja.
Til þess að sjá stöðuna á Honda LPGA Thaíland 2012 eftir 1. dag, smellið HÉR:
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021