Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hjörleifur Bergsteinsson – 16. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Hjörleifur G. Bergsteinsson, úr Golfklúbbnum Keili. Hjörleifur er fæddur 16. febrúar 1992 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hjörleifur spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni s.l. sumar og lagði sitt að mörkum að halda karlasveit GK í 1. deild á Íslandsmóti í sveitakeppni GSÍ 2011, en sveitin hafnaði í 6. sæti. Eins tók hann þátt í Gator American Junior mótinu í Ponte Vedra, Flórída um jólaleytið s.l. en mótið er hluti World Junior Golf Series. Þátttakendur voru 75 frá 25 þjóðlöndum.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Peter Corsar Anderson, f. 16. febrúar 1871 – d. 26. ágúst 1955; Donald Ray Seachrest, f. 16. febrúar 1933 – d. 20. janúar 2006;  Marlene Hagge, 16. febrúar 1934 (78 ára);  Stephen McAllister, 16. febrúar 1962 (50 ára);  Ana Belén Sánchez, 16. febrúar 1976 (36 ára).

  • F. 16. febrúar
  • F. 16. febrúar 1971 (41 árs)
  • 16. febrúar 1968
    Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum, sem eiga afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið!

    Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is