
Evrópu- og Asíutúrinn: Alejandro Canizares og Peter Whiteford efstir á Avantha Masters á Indlandi eftir 1. dag
Í gær hófst í Delhi Golf & Country Club í Nýju-Delhi á Indlandi Avantha Masters mótið, sem er sameiginlegt mót Asíutúrsins og Evrópumótaraðarinnar.
Eftir 1. dag eru það Spánverjinn Alejandro Cañizares og Skotinn Peter Whiteford sem leiða en báðir komu í hús á -6 undir pari, 66 höggum.
Í 3. sæti er ítalski kylfingurinn Federico Colombo, sem lék einu höggi síður en þeir kumpánar Cañizares og Whiteford, þ.e. var á -5 undir pari.
John Daly er einn 132 keppenda en hætti keppni eftir hring upp á 79 högg. Það var trjárót á 9. braut sem var eitthvað að þvælast fyrir honum og þegar hann sló af fullu afli í bolta sinn hafði það þær afleiðingar að hann tognaði á handlegg og lék seinni 9 sárþjáður. Hann fékk aðeins 1 fugl á hringnum, en það var einmitt á slysabrautinni.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Avantha Masters smellið HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open