
Evrópu- og Asíutúrinn: Alejandro Canizares og Peter Whiteford efstir á Avantha Masters á Indlandi eftir 1. dag
Í gær hófst í Delhi Golf & Country Club í Nýju-Delhi á Indlandi Avantha Masters mótið, sem er sameiginlegt mót Asíutúrsins og Evrópumótaraðarinnar.
Eftir 1. dag eru það Spánverjinn Alejandro Cañizares og Skotinn Peter Whiteford sem leiða en báðir komu í hús á -6 undir pari, 66 höggum.
Í 3. sæti er ítalski kylfingurinn Federico Colombo, sem lék einu höggi síður en þeir kumpánar Cañizares og Whiteford, þ.e. var á -5 undir pari.
John Daly er einn 132 keppenda en hætti keppni eftir hring upp á 79 högg. Það var trjárót á 9. braut sem var eitthvað að þvælast fyrir honum og þegar hann sló af fullu afli í bolta sinn hafði það þær afleiðingar að hann tognaði á handlegg og lék seinni 9 sárþjáður. Hann fékk aðeins 1 fugl á hringnum, en það var einmitt á slysabrautinni.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Avantha Masters smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge