Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Texas State lið Valdísar Þóru í 1. sæti á Claud Jakob Challenge

Nú um helgina fór fram Claud Jacob Challenge  mótið í bandaríska háskólagolfinu.  Spilað var í Viktoría Country Club í Viktoría, Texas. Þáttakendur voru 90 stúdínur frá 13 háskólum, þ.á.m. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State.

Það er skemmst frá því að segja að Texas State lenti í 1. sæti. Valdís Þóra varð T-14, þ..e. jöfn 2 öðrum kylfingum í 14. sæti. Valdís spilaði á samtals +16 yfir pari, samtals 232 höggum (81 75 76).

Til þess að sjá úrslitin í Claud Jacob Challenge smellið HÉR: