
Sólskinstúrinn: Oliver Bekker sigraði á Dimension Data mótinu á Fancourt
Á sunnudaginn nú um helgina var Oliver Bekker orðlaus þegar hann lyfti verðlaunabikar Dimension Data Pro-Am en golfspil hans hafði þegar sagt meira enn nóg 4 dagana á undan á The Links, Montagu og Outeniqua golfvöllunum í Fancourt.
„Hvert skipti sem ég sigra eru allir svo upptendraðir, en mér léttir bara að hafa haldið mér í forystunni. Það er eins og fargi sé létt af manni,“ sagði Oliver, sem alltaf er kallaður Ollie.
Ollie var á tánum vegna tveggja skolla, en hann náði taki á sér og innsiglaði sigurinn með 3 metra fuglapútti á 18. flöt og lauk þar með 2. hring sínum á Montagu vellinum á 70 höggum.
„Það er frábær tilfinning að sigra Di-Data (Pro-Am) –þetta er eitt aðalmótið á túrnum okkar (Sólskinstúrnum) – sigur á þessu móti er það sem mann dreymir um,” sagði hinn 27 ára Oliver Bekker.
Á mótinu eru 156 atvinnumenn sem paraðir eru með áhugamönnum og spilaður er betri bolti, en leikformið í keppni milli atvinnumannanna er höggleikur. Allir spila hring á einum þriggja valla Fancourt: The Links, Outeniqua og Montagu courses og lokahringurinn er spilaður á Montagu.
Lið Jean Hugo og framkvæmdastjóra Sólskinstúrsins Selwyn Nathan varði titil sinn í betri boltanum.
Í höggleiknum átti Ollie 1 högg á Merrick Bremner, var á samtals -11 undir pari, fyrir lokahringinn.
Ollie, rjómi Stellenbosch golfsklúbbsins, fékk fugla á 10. og 11. flöt en missti högg á 13. og 15. og þeir sem voru á hæla honum Thomas Aiken og Tyrone Ferreira á lokahringnum eygðu sigursjéns. En úr honum varð ekkert þó Ferreira hafi náð erni á 18. braut. Ollie spilaði á pari og fékk fugl á 18. og átti í lokin 2 högg á þá Aiken og Ferreira, sem deildu 2. sætinu.
Bekker vann Northern Cape Classic á síðasta ári en finnst að sigurinn í George í gær sé besti sigur hans til þessa. „Þessi sigur tekur fyrri sigri mínum fram. að spila á þessum völlum og vera fremstur það er virklega stórkostlegt.“
Loks sagði Bekker: „Þau atriði sem ég er að vinna að í spilinu mínu eru einfaldir og ef maður einbeitir sér að þeim hjálpar það manni að spila vel. Það skerpir einbeitinguna.“ sagði Oliver Bekker.
Sigurskor Ollie var samtals -13 undir pari, 276 högg (65 70 71 70).
Til þess að sjá önnur úrslit á Dimension Data Pro-Am smellið HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open