Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2012 | 06:00

EPD: Þórður Rafn og Stefán Már hafa lokið leik á 1. hring Open Mogador í Marokkó

Í gær hófst á Gary Player golfvellinum í Essaouira í Marokkó, Open Mogador mótið, sem stendur yfir 20.-22. febrúar 2012. Í mótinu taka þátt Þórður Rafn Gissurarson, GR og Stefán Már Stefánsson, GR.

Eftir 1. hring er staðan sú að Þórður Rafn er jafn 11 öðrum kylfingum í 26. sæti, spilaði 1. hringinn á +4 yfir pari, á 76 höggum. Þórður Rafn fékk 5 skolla og 1 fugl á hringnum.

Stefán Már er jafn 7 öðrum kylfingum  í 66. sæti, sem allir spiluðu á +8 yfir pari, 80 höggum.

Alls taka 112 þátt í mótinu. Efstur er Þjóðverjinn Christopher Günther á -4 undir pari, 68 höggum.

Golf 1 óskar þeim Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring Open Mogador, smellið HÉR: