Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir – 25. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins í dag er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 18 ára afmæli í dag. Guðrún Brá er í Golfklúbbnum Keili. Hún varð bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki 17-18 ára á Arionbankamótaröð unglinga 2011. Síðan unnu þau frænsdsystkinin Axel Bóasson og hún fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni á s.l. ári, en Guðrún Brá spilaði á báðum mótaröðum s.l. sumar. Síðastliðið haust tók Guðrún Brá þátt í Duke of York mótinu og stóð sig vel. Guðrún Brá var valin efnilegasta golfkona Íslands 2010.

Frændsystkinin og tveir bestu kylfingar landsins: Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Keili. Þau unnu 1. mótið styrktu af Erninum á Eimskipsmótaröðinni 2011. Mynd: gsimyndir.net
Hún er í Landsliðshóp íslenskra kylfinga 2012, völdum af Úlfari Jónsson og fór m.a.í æfingaferð s.l. febrúar á Eagle Creek, í Flórída. Sem stendur er Guðrún Brá við æfingar á Costa Ballena í Cádiz á Spáni. Þeir sem vilja óska Guðrúnu Brá til hamingju geta komist inn á Facebook hér fyrir neðan.
- apríl. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2021
- apríl. 16. 2021 | 10:00 Tiger fjarlægði golfvöll
- apríl. 7. 2021 | 10:00 Valdís Þóra segir skilið við atvinnumennskuna í golfi
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída