Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 04:55

PGA: Glæsilegur sigur Tiger á Bay Hill – hápunktar og högg 4. dags

„Þetta var bara tær gleði“ sagði Tiger m.a. á blaðamanafundi sem haldinn var eftir sigur hans. „En aðstæður voru erfiðar, það var hvasst og vindurinn var alltaf að breyta um stefnu. Arnold lagði sig allan fram um að fá flatirnar hraðar og pinnastaðsetningar voru með þeim erfiðustu, sem ég hef séð hér.“

„Ég veit ekki hvað meðaltalsskorið var í dag en það getur ekki hafa verið nálægt pari, þetta var erfiður dagur“

Aðspurður hvað sigurinn hefði að segja fyrir hann sálfræðilega svaraði Tiger að hann væri ánægður að hafa tekið framförum – þetta væri 2. sigur hans (telur eflaust að með Chevron World Challenge hafi 2 ára sigurleysi hans lokið sjá HÉR:) , hann hefði verið meðal efstu í Ástralíu og Abu Dhabi og allt væri að stefna í rétta átt.

Til þess að sjá úrslitin eftir 4. dag á Arnold Palmer Invitational á Bay Hill smellið HÉR: 

Til þess að sjá blaðamannafund með Tiger eftir sigurinn smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Arnold Palmer Invitational á Bay Hill, smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags sem Henrik Stenson átti á Arnold Palmer Invitational á Bay Hill, smellið HÉR: