Evróputúrinn: Caldwell sigraði á Scandinavian Mixed
Það var enski kylfingurinn Jonathan Caldwell, sem stóðu uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum, Scandinavian Mixed. Gestgjafar mótsins eru þau Annika Sörenstam og Henrik Stenson. Mótið er sérstakt fyrir þær sakir að bæði karl og kvenkylfingar af Evróputúrnum og LET spila saman í einu og sama móti. Sigurskor Caldwell var 17 undir pari, 271 högg (70 67 70 64). Caldwell er fæddur 10. júní 1984 og á því 37 ára afmæli bráðalega. Sjá má eldri grein Golf 1 um Caldwell með því að SMELLA HÉR: Aðeins 1 höggi á eftir varð spænski kylfingurinn Adrian Otaegui, á samtals 16 undir pari og í 3. sæti varð enski kylfingurinn Alice Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Særós Eva Óskarsdóttir – 13. júní 2021
Það er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Særós Eva er fædd 13. júní 1995 og á því 26 ára afmæli í dag. Særós Eva var í afrekskylfingahóp GSÍ; spilar á Mótaröð þeirra bestu lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Boston University. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Særósu Evu til hamingju með afmælið hér að neðan Særós Eva Óskarsdóttir, GKG Særós Eva Óskarsdóttir – Innilega til hamingju með 26 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ben Arda f. 13. júní 1929–d. 20. desember 2006; Rauðhús Til Leigu Eyjafjarðarsveit, 13. júní 1964 (57 árs) Magnús Örn Guðmarsson 13. júní 1968 Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (24/2021)
Maður einn, sem fer á eftirlaun fær golfsett frá starfsfélögum sínum þegar hann hættir í vinnunni. Hann ákveður að prófa golfið og fær sér golfkennslu. Hann fer á völlinn með golfkennaranum sínum og sá síðarnefndi útskýrir golftæknina fyrir honum þar. Kennarinn segir við manninn: „Sláðu nú boltanum í átt að fána fyrstu holunnar.“ Maðurinn slær og boltinn stöðvast nokkrum sentimetrum frá holunni. „Og hvað nú?“ spyr maðurinn, golfkennarann. Þegar sá er búinn að ná sér eftir fyrstu undrunina segir hann: „Um … nú verðurðu að setja boltann í holuna.“ Golfnemandinn segir þá með ávirðandi rödd: „Af hverju ertu að segja mér það fyrst núna!!„
Afmæliskylfingur dagsins: Rósant Birgisson – 12. júní 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Rósant Freyr Birgisson. Rósant er fæddur 12. júní 1971 og á því 50 ára stórafmæli!!! Rósant er í Nesklúbbnum. Komast má á facebook síðu Rósants til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Rósant Birgisson (50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru Mark Calcavecchia, 12. júní 1960 (61 árs); Thuridur Osk Valtysdottir, 12. júní 1963; (58 ára); Birna Ágústsdóttir, GK, 12. júní 1963 (58 ára); Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, 12. júní 1967 (54 ára); Sigurpáll Geir Sveinsson, 12. júlí 1975 (46 ára); Matthew Nixon, 12. júní 1989 (32 ára); Sindri Snær Kristófersson, GKG, 12. júní Lesa meira
Yuka Saso sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu
Það var Yuka Saso frá Filippseyjum, sem sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu, sem fram fór dagana 3.-6. júní sl. í San Francisco í Bandaríkjunum. Yuka skrifaði sig þar með í sögubækurnar því hún er fyrsti kylfingurinn (hvort heldur er kven- eða karlkylfingur)frá Filippseyjum til þess að sigra á risamóti og er jafnframt sú yngsta (19 ára) til þess að sigra á Opna bandaríska kvenrisamótinu (fædd 20. júní 2001). Yuka varð að hafa fyrir sigrinum, því eftir hefðbundinn 72 holu leik var hún jöfn Nösu Hataoku frá Japan og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Yuka hafði betur. Báðar voru þær á samtals 4 undir pari. Fyrir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Aðalsteinn Einar Stefánsson – 11. júní 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Aðalsteinn Einar Stefánsson. Aðalsteinn Einar er fæddur er fæddur 11. júní 1983 og á því 38 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Aðalsteinn Einar Stefánsson– Innilega til hamingju með 37 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bruce Plummer, 11. júní 1957 (64 ára); Deborah Vidal, 11. júní 1958 (63 ára); Max Stevens, 11. júní 1963 (58 ára); Anthony Painter, 11. júní 1965 (56 ára); Emilee Klein, 11. júní 1974 (47 ára); Geoff Ogilvy, 11. júní 1977 (44 ára); Rúnar Arnórsson, GK, 11. júní 1992 (29 ára) ….. Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-54 í Tékklandi
GR-ingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson tók þátt í D+D Real Czech Challenge mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fór fram 3.-6. júní sl. í Golf & Spa Kunětická Hora, í Dříteč, Tékklandi. Guðmundur Ágúst lék á samtals pari, 288 höggum (74 68 75 71). Hann lauk keppni T-54 þ.e. deildi 54. sætinu með 2 öðrum kylfingum. Sigurvegari í mótinu varð Santiago Tarrio frá Spáni, eftir 3 manna bráðabana. Sjá má lokastöðuna á D+D Real Czech Challenge mótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurlaug Rún Jónsdóttir – 10. júní 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurlaug Rún Jónsdóttir. Sigurlaug Rún á 24 ára afmæli í dag, fædd 10. júní 1997. Hún er í Golfklúbbnum Keili og spilaði með Drake í bandaríska háskólagolfinu. Hér heima spilar hún á á mótaröð þeirra bestu. Sigurlaug Rún Jónsdóttir Innilega til hamingju með 24 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daníel Einarsson, 10. júní 1959 GSG (62 ára); Ludviga Thomsen, 10. júní 1962 (59 ára); Benedikt Lafleur, 10. júní 1965 (56 ára); Sóley Erla Ingólfsdóttir, 10. júní 1972 (49 ára); Hee-Won Han, 10. júní 1978 (43 ára); Anna Nordqvist, 10. júní 1987 (34 ára); Arna Rún Kristjánsdóttir, GM, 10. júní 1998 (23 Lesa meira
PGA: Cantlay sigurvegari á Memorial e. bráðabana
Það var bandaríski kylfingurinn Patrick Cantlay, sem sigraði á The Memorial, mótinu vikunnar á PGA Tour. Mótið fór fram dagana 3.-6. júní 2021, venju skv. í Dublin, Ohio. Eftir 72 holur voru þeir Cantlay og Collin Morikawa efstir og jafnir; báðir höfðu spilað á samtals 13 undir pari. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Cantlay hafði betur þegar á 1. holu bráðabanans en hann var á parinu og Morikawa gat ekki jafnað eða gert betur og því sigurinn Cantlays. Sjá má lokastöðuna á The Memorial með því að SMELLA HÉR: Aðalmyndagluggi: Cantlay tekur við verðlaunum úr hendi Gullna Björnsins
Afmæliskylfingur dagsins: Keith Horne – 9. júní 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Keith Horne. Horne er fæddur 9. júní 1971 í Durban, S-Afríku og fagnar því 50 ára afmæli. Hann var í Westville Boys’ High School í Westville, KwaZulu-Natal, í Suður-Afríku en sá menntaskóli er talinn vera á heimsklassa. Horne átti árangursríkan áhugamannaferil en gerðist atvinnumaður í golfi 1996. Hann lék mestmegnis á Sólskinstúrnum s-afríska en einnig Asíutúrnum. Hann á í beltinu 12 atvinnumannssigra, þar af flesta á Sólskinstúrnum eða 9 talsins. Hann kvæntist kærustu sinni Karen 2000 og eiga þau tvö börn (fædd 2002 og 2007). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Sowards, 9. júní 1968 (52 árs); Sævar Ómarsson, GM,9. júní 1983 (38 ára) … Lesa meira










