Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-54 í Tékklandi

GR-ingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson tók þátt í  D+D Real Czech Challenge mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fór fram 3.-6. júní sl. í Golf & Spa Kunětická Hora, í Dříteč, Tékklandi.

Guðmundur Ágúst lék á samtals pari, 288 höggum (74 68 75 71).

Hann lauk keppni T-54 þ.e. deildi 54. sætinu með 2 öðrum kylfingum.

Sigurvegari í mótinu varð Santiago Tarrio frá Spáni, eftir 3 manna bráðabana.

Sjá má lokastöðuna á D+D Real Czech Challenge mótinu með því að SMELLA HÉR: