Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2021 | 18:00

PGA: Cantlay sigurvegari á Memorial e. bráðabana

Það var bandaríski kylfingurinn Patrick Cantlay, sem sigraði á The Memorial, mótinu vikunnar á PGA Tour.

Mótið fór fram dagana 3.-6. júní 2021, venju skv. í Dublin, Ohio.

Eftir 72 holur voru þeir Cantlay og Collin Morikawa efstir og jafnir; báðir höfðu spilað á samtals 13 undir pari.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þar sem Cantlay hafði betur þegar á 1. holu bráðabanans en hann var á parinu og Morikawa gat ekki jafnað eða gert betur og því sigurinn Cantlays.

Sjá má lokastöðuna á The Memorial með því að SMELLA HÉR:

Aðalmyndagluggi: Cantlay tekur við verðlaunum úr hendi Gullna Björnsins