Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2021 | 18:00

Yuka Saso sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu

Það var Yuka Saso frá Filippseyjum, sem sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu, sem fram fór dagana 3.-6. júní sl. í San Francisco í Bandaríkjunum.

Yuka skrifaði sig þar með í sögubækurnar því hún er fyrsti kylfingurinn (hvort heldur er kven- eða karlkylfingur)frá Filippseyjum til þess að sigra á risamóti og er jafnframt sú yngsta (19 ára) til þess að sigra á Opna bandaríska kvenrisamótinu (fædd 20. júní 2001).

Yuka varð að hafa fyrir sigrinum, því eftir hefðbundinn 72 holu leik var hún jöfn Nösu Hataoku frá Japan og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Yuka hafði betur.

Báðar voru þær á samtals 4 undir pari.

Fyrir sigur sinn hlaut Yuka $1 milljón (eða u.þ.b. 125 milljónir íslenskra króna).

Lexi Thompson var ein í 3. sætinu á 3 undir pari, 1 höggi frá því að spila sig inn í bráðabanann.

Megan Khang og Shanshan Feng deildu síðan 4. sætinu, báðar á samtals 2 undir pari.

Þessir 5 kylfingar voru þeir einu með heildarskor undir pari í mótinu.

Sjá má lokastöðuna á Opna bandaríska kvenrisamótinu með því að SMELLA HÉR: