Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (5. grein af 21): Reinier Saxton

Í kvöld verður fram haldið að kynna nýju strákana á Evróputúrnum.  Einn af Hollendingunum 5 sem voru meðal þeirra 37, sem hlutu kortið sitt  fyrir keppnistímabilið 2012, í gegnum Q-school Evróputúrsins, í desember s.l. var Reinier Saxton.  Reinier varð í 29. sæti Q-school.

Reinier fæddist í Amstelween, Hollandi, 10. febrúar 1988 og á þar með sama afmælisdag og margir aðrir frábærir kylfingar, þ.á.m. Greg Norman, Lexi Thompson, Einar Lyng íþróttastjóri GKJ og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR. Pabbi hans er Jonas Saxton, sem spilaði áður á Áskorendamótaröðinni og er nú þjálfari hjá hollenska golfsambandinu og stofnandi The Dutch golfvallarins.

Reinier er 24 ára. Aðaláhugamál Reiniers eru íþróttir. Í Hollandi er Reinier félagi í GC Houtrak. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og spilaði áður á Áskorendamótaröðinni.

Til þess að sjá allt nánar um Reinier Saxton þá má skoða heimasíðu hans HÉR: