Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 20:00

Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 18 – Club de Golf La Cañada

Club de Golf La Cañada er golfklúbburinn þar sem beygt er út af við 132 km þegar keyrt er eftir leiðinni Cádiz-Malaga eftir N-340. Beygt er til vinstri inn á Guadiaro götuna og keyrt eftir henni í u.þ.b. 1 km.
Klúbburinn er staðsettur í miðju íbúðarhverfi í Sotogrande.  Það er eiginlega skrítið að þetta sé almenningsgolfvöllur, en ekki frátekinn fyrir íbúa Sotogrande, en hann hefir alla tíð verið öllum opinn.
Fyrri 9 holurnar á þessum 18-holu golfvelli eru hannaðar af Robert Trent Jones og holur nr. 10-18 af Dave Thomas. Það reynir á allar kylfurnar í pokanum en á vellinum eru margskonar hindranir.
Eitt af því fyrsta sem maður tekur eftir er hversu einstaklega vel er hugsað um völlinn, sem er geysifallegur með mikið af suðrænum plöntum og trjám.  Hann er ekki sérlega erfiður undir fótinn.

Til þess að komast á heimasíðu La Cañada smellið HÉR:

Upplýsingar:

Heimilisfang: Ctra. Guadiaro km 1, Guadiaro, 11311 Cádiz

Tölvupóstfang: lacanada@lacanadagolf.com

Sími: + 34 956 794 100

Fax: + 34 956 794 241