Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2012 | 07:30

PGA: Cink, Simpson og Moore leiða á Wells Fargo Championship – hápunktar og högg 1. dags

Það er „heimamaðurinn“ Webb Simpson ásamt þeim Ryan Moore og Stewart Cink sem leiða á Wells Fargo Championship eftir 1. dags mótsins. Allir komu þeir Simpson, Moore og Cink inn á 65 höggum. Fjórða sætinu deila 5 kylfingar aðeins 1 höggi á eftir þremenningunum í foyrstunni en þeirra á meðal er m.a. Rickie Fowler. Níunda sætinu deila þeir Brian Harman og Brendan de Jonge, á 67 höggum og ljóst að aðeins 2 högg skilja að meðal þess kylfings sem er í 1. og þess sem er í 10. sæti. Það stefnir því í jafna og skemmtilega keppni milli kylfinganna í Quail Hollow, Charlotte, Norður-Karólínu, þar sem mótið fer fram. Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2012 | 19:00

LET: Anne-Lise Caudal í 1. sæti á Opna skoska

Í dag hófst í Aberdeen á Skotlandi, Aberdeen Asset Management Ladies Skotish Open eða bara Opna skoska kvennamótið. Það er franska stúlkan Anne-Lise Caudal sem leiðir eftir 1. hring en hún var á -5 undir pari, 67 höggum.  Anne-Lise fékk 7 fugla og 2 skolla á hringnum. Öðru sætinu deila hin ástralska Sarah Kemp og hin bandaríska Hannah Jun, báðar 1 höggi á eftir Caudal, þ.e. spiluðu á 68 höggum. Fjórða sætinu deila 8 stúlkur, þ.á.m. heimakonan Carly Booth en allar hafa stúlkurnar 8 spilað á 69 höggum. Það er hins skoska Catriona Matthews sem á titil að verja. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring Opna skoska kvennamótsins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2012 | 18:45

Bubba Watson tekur ekki þátt í Players – ætlar að verja meiri tíma með fjölskyldunni

Sigurvegari Masters í ár Bubba Watson hefir ákveðið að spila ekki á  The Players Championship og verja þess í stað tíma með fjölskyldunni. Þetta er högg fyrir PGA Tour og flaggskips mót þess, sem hefir hæsta verðlaunaféð nokkurra golfmóta og laðar venjulega að sér sterkustu kylfinga ársins. Bubba er nú þegar búinn að segja sig úr Wells Fargo mótinu til þess að geta verið með fjölskyldunni. Bubba og kona hans, Angie, ættleiddu mánaðargamlan strák, Caleb,  2 vikum áður en Bubba vann Masters. Með því að smella hér má sjá það sem Bubba hafði að segja á  Twitter um málið

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2012 | 18:00

Evróputúrinn: Shaun Micheel leiðir eftir 1. hring Open de España

Í dag hófst á Real Club de Golf vellinum í Sevilla Reale Seguros Open de España mótið. Eftir 1. hring er Bandaríkjamaðurinn Shaun Micheel búinn að taka forystu spilaði í dag á -5 undir pari, þ.e. 67 höggum. Öðru sætinu deila heimamaðurinn Jorge Campillo og Englendingarnir Robert Rock og Danny Willett, aðeins 1 höggi á eftir Micheel. Í 5. sæti er enn einn Englendingurinn, Matthew Baldwin, á -3 undir pari, 69 höggum og 6. sætinu deila 6 kylfingar þ.á.m. Matteo Manassero og Edoardo Molinari á -2 undir pari, eða 70 höggum Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Friðbjörnsson – 3. maí 2012

Jóhann Friðbjörnsson, formaður Golfklúbbsins Kiðjabergs er afmæliskylfingur dagsins.  Jóhann er fæddur 3. maí 1959 og því 53 ára í dag.  Jóhann er kvæntur Regínu Sveinsdóttur. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju má komast á Facebook síðu hans hér Jóhann Friðbjörnsson Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  (Robert) Bob McCallister, 3. maí 1934 (78 ára);  Peter Oosterhuis, 3 maí 1948 (64 ára)  ….. og …… CrossFit Hafnarfjordur (38 ára) Freydís Eiríksdóttir (14 ára) Leikfélag Hólmavíkur (31 árs) Jóhanna Leópoldsdóttir (56 ára) Steina List Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2012 | 08:30

GKG: Golf á Leirdalsvelli 1. maí – myndasería

Hinn 1. maí var stór golfdagur.  Bara í mótum má áætla að um 939 kylfingar hafi verið að spila golf.  Á Hellu, þar sem haldið var  1. maí mót  í 30. árið í röð, voru þátttakendur 235; á Hlíðavelli hjá Kili í Mosfellsbænum voru 172 kylfingar, sem undu hag sínum vel við golfleik, á Öldungamótinu í Sandgerði voru 44; í Opnunarmóti Grafarholtsins voru 175 kylfingar; 18 spiluðu á innanfélagsmóti í Vestmannaeyjum; 53 kylfingar tóku þátt í 9 holu móti til þess að safna fyrir hjartastuðtæki; 9 spiluðu golf á Bolungarvík; 42 spiluðu í Grindavík; 71 kylfingur tók þátt í 1. maí móti í Þorláksvelli í Þorlákshöfn og 120 kylfingar tóku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2012 | 08:25

Golf á Leirdalsvelli hjá GKG – 1. maí 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2012 | 11:00

GKJ: Ágúst Ársælsson og Elís Rúnar Elísson sigruðu í 1. maí móti GKJ – myndasería

Hið árlega 1. maí mót GKJ fór fram í gær og var fyrsta 18 holu mót ársins á Hlíðavelli. Veður til golfleiks var ágætt og vallaraðstæður góðar. Það voru líka 172 kylfingar, sem nutu þess að leika golf og skemmtu sér hið besta. Tjaldurinn var mættur á svæðið og eins gátu kylfingar fylgst með lítilli listflugvél sem hnitaði hringi upp á himninum öllum til skemmtunar. Hér má sjá myndaseríu: 1. MAÍ MÓT GKJ Helstu úrslit mótsins urðu þessi: Höggleikur án forgjafar: 1. sæti Ágúst Ársælsson, GK, 77 högg (35 á seinni 9) 2. sæti Jón Snorri Halldórsson, GR, 77 högg (38 á seinni 9 – 26 á seinni 6) 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2012 | 10:59

1. maí mót GKJ – 1. maí 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2012 | 09:00

GHR: Nökkvi og Henning Darri sigruðu á 1. maí mótinu á Hellu – myndasería

Fjölmennasta 1. maí golfmót landsins fór fram hjá GHR í gær.  Að sögn Óskars Pálssonar, formanns GHR, er þetta 30. árið í röð, sem mótið hefir verið haldið samfellt og hefir aðeins einu sinni þurft að fresta því vegna snjóalaga. Í ár heldur GHR upp á 60 ára afmæli sitt. Hér má sjá myndaseríu úr mótinu: 1. MAÍ MÓT GHR OG HOLE IN ONE Þátttakendur í 1. maí mótinu á Hellu í ár voru  235 (þar af 14 konur) og luku 232 leik, í alveg hreint afbragðs golfveðri. Sá sem var á besta skorinu var Nökkvi Gunnarsson, NK, spilaði Strandarvöll á glæsilegum -2 höggum undir pari, 68 höggum!  Þeir bræður Nökkvi Lesa meira