Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2012 | 09:00

GHR: Nökkvi og Henning Darri sigruðu á 1. maí mótinu á Hellu – myndasería

Fjölmennasta 1. maí golfmót landsins fór fram hjá GHR í gær.  Að sögn Óskars Pálssonar, formanns GHR, er þetta 30. árið í röð, sem mótið hefir verið haldið samfellt og hefir aðeins einu sinni þurft að fresta því vegna snjóalaga. Í ár heldur GHR upp á 60 ára afmæli sitt.

Það var í nógu að snúast hjá Katrínu Björgu og Óskari í gær. Mynd: Golf 1

Hér má sjá myndaseríu úr mótinu: 1. MAÍ MÓT GHR OG HOLE IN ONE

Þátttakendur í 1. maí mótinu á Hellu í ár voru  235 (þar af 14 konur) og luku 232 leik, í alveg hreint afbragðs golfveðri. Sá sem var á besta skorinu var Nökkvi Gunnarsson, NK, spilaði Strandarvöll á glæsilegum -2 höggum undir pari, 68 höggum!  Þeir bræður Nökkvi og Steinn Baugur voru sigursælir 1. maí því Nesklúbburinn, sem þeir bræður eru félagar í stóð þennan sama dag fyrir 9 holu móti til öflunar fjár fyrir hjartastuðtæki og það mót vann Steinn Baugur.

Í 2. sæti í höggleiknum varð Andri Már Óskarsson, GHR,  á -1 undir pari, 69 höggum, en hann og Nökkvi voru þeir einu sem spiluðu undir pari að þessu sinni.

Punktakeppnina í 1. maí móti GHR og Hole in One vann Henning Darri Þórðarson, GK, á 39 punktum.

Þess mætti geta að þó aðeins 14 konur hafi tekið þátt þá var árangur þeirra sem þó tóku þátt frábær, en t.am. voru 3 konur meðal efstu 14 í punktakeppninni, þær Ellen Rut Gunnarsdóttir, NK,(eiginkona Nökkva) sem varð í 3. sæti; Linda Björg Pétursdóttir GHR, í 7. sæti og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK, í 14. sæti. Á besta skori kvenna varð Signý Arnórsdóttir, GK, en hún spilaði á +3 yfir pari, 73 höggum og varð í 10. sæti í höggleiknum.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Nökkvi Gunnarsson NK -3 F 36 32 68 -2 68 68 -2
2 Andri Már Óskarsson GHR -3 F 36 33 69 -1 69 69 -1
3 Aðalsteinn Ingvarsson GV 0 F 36 34 70 0 70 70 0
4 Svanþór Laxdal GR 1 F 35 35 70 0 70 70 0
5 Þórarinn Gunnar Birgisson NK 2 F 33 37 70 0 70 70 0
6 Steinn Baugur Gunnarsson NK 2 F 35 36 71 1 71 71 1
7 Ottó Sigurðsson GKG -2 F 38 35 73 3 73 73 3
8 Aðalbjörn Páll Óskarsson GHR 3 F 38 35 73 3 73 73 3
9 Sigurjón Pálsson GV 4 F 38 35 73 3 73 73 3
10 Signý Arnórsdóttir GK 0 F 36 37 73 3 73 73 3
11 Hjörtur Levi Pétursson GOS -2 F 39 35 74 4 74 74 4
12 Jón Haukur Guðlaugsson GR 0 F 38 36 74 4 74 74 4
13 Henning Darri Þórðarson GK 7 F 38 36 74 4 74 74 4
14 Einar Gestur Jónasson GH 4 F 36 38 74 4 74 74 4
15 Einar Long GHR 1 F 38 37 75 5 75 75 5
16 Brynjar Jóhannesson GR 3 F 36 39 75 5 75 75 5
17 Helgi Birkir Þórisson GSE -2 F 40 36 76 6 76 76 6
18 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR -3 F 38 38 76 6 76 76 6
19 Höskuldur Þórhallsson GKG 7 F 38 38 76 6 76 76 6
20 Baldur Baldursson GÞH 2 F 38 38 76 6 76 76 6
21 Fannar Ingi Steingrímsson GHG 5 F 38 38 76 6 76 76 6
22 Jón Þorsteinn Hjartarson GHR 3 F 37 39 76 6 76 76 6
23 Þór Gunnlaugsson GKJ 5 F 41 36 77 7 77 77 7
24 Halldór Halldórsson GSS 7 F 39 38 77 7 77 77 7
25 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 8 F 38 39 77 7 77 77 7
26 Vignir Sigurðsson GR 9 F 37 40 77 7 77 77 7
27 Jóhann Kristján Birgisson GR 7 F 41 37 78 8 78 78 8
28 Jónas Gunnarsson GR 4 F 36 42 78 8 78 78 8
29 Bjarki Sigurðsson GK 6 F 40 39 79 9 79 79 9
30 Kristinn Karl Jónsson NK 5 F 40 39 79 9 79 79 9
31 Sigurður Skúli Eyjólfsson GA 2 F 40 39 79 9 79 79 9
32 Gauti Grétarsson NK 1 F 40 39 79 9 79 79 9
33 Axel Þór Rudolfsson GR 3 F 39 40 79 9 79 79 9
34 Helgi Héðinsson GH 6 F 38 41 79 9 79 79 9

 

Úrslit í punktakeppni með forgjöf:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +1
1 Henning Darri Þórðarson GK 7 F 18 21 39 39 39
2 Helgi Axel Sigurjónsson GS 15 F 19 20 39 39 39
3 Ellen Rut Gunnarsdóttir NK 26 F 19 20 39 39 39
4 Ögmundur Kristjánsson GOS 14 F 20 19 39 39 39
5 Ágúst Jóhann Auðunsson 21 F 20 19 39 39 39
6 Hreimur Örn Heimisson GKG 11 F 19 19 38 38 38
7 Linda Björg Pétursdóttir GHR 25 F 19 19 38 38 38
8 Vignir Sigurðsson GR 9 F 20 18 38 38 38
9 Þórarinn Gunnar Birgisson NK 2 F 21 17 38 38 38
10 Sigurjón Pálsson GV 4 F 17 20 37 37 37
11 Svanþór Laxdal GR 1 F 18 19 37 37 37
12 Höskuldur Þórhallsson GKG 7 F 18 19 37 37 37
13 Gunnar Geir Baldursson NK 15 F 19 18 37 37 37
14 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 8 F 19 18 37 37 37
15 Steinn Baugur Gunnarsson NK 2 F 19 18 37 37 37
16 Benedikt Olgeirsson GR 13 F 19 18 37 37 37
17 Kristján Ólafsson GR 13 F 20 17 37 37 37
18 Aðalbjörn Páll Óskarsson GHR 3 F 16 20 36 36 36
19 Dóra Ingólfsdóttir GHR 28 F 16 20 36 36 36
20 Aðalsteinn Ingvarsson GV 0 F 17 19 36 36 36
21 Halldór Halldórsson GSS 7 F 17 19 36 36 36
22 Einar Gestur Jónasson GH 4 F 19 17 36 36 36

 

Nándarverðlaun:

2. braut Linda B. Pétursdóttir, GHR 1,20 mtr

4. braut Sigurður Þór Óskarsson GR 2,81 mtr

8. braut Ágúst Ögmundsson GR 0,44 mtr

11. braut Gísli Guðmundsson GHG 1,06 mtr

13. braut Einar Long GHR 0,83 mtr

 

Lengsta teighögg á 3. braut:

Ottó Sigurðsson, GKG.