Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2012 | 07:30

PGA: Cink, Simpson og Moore leiða á Wells Fargo Championship – hápunktar og högg 1. dags

Það er „heimamaðurinn“ Webb Simpson ásamt þeim Ryan Moore og Stewart Cink sem leiða á Wells Fargo Championship eftir 1. dags mótsins.

Allir komu þeir Simpson, Moore og Cink inn á 65 höggum.

Fjórða sætinu deila 5 kylfingar aðeins 1 höggi á eftir þremenningunum í foyrstunni en þeirra á meðal er m.a. Rickie Fowler.

Níunda sætinu deila þeir Brian Harman og Brendan de Jonge, á 67 höggum og ljóst að aðeins 2 högg skilja að meðal þess kylfings sem er í 1. og þess sem er í 10. sæti.

Það stefnir því í jafna og skemmtilega keppni milli kylfinganna í Quail Hollow, Charlotte, Norður-Karólínu, þar sem mótið fer fram.

Til þess að sjá stöðuna á Wells Fargo eftir 1. dag smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Wells Fargo smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags sem Webb Simpson átti, smellið HÉR: