Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2012 | 15:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (6. grein af 21): Wil Besseling, Matthew Southgate og Peter Gustafson

Nú verður fram haldið kynningunni á strákunum 37 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrinn, keppnistímabilið 2012 í gegnum Q-school, sem fram fór á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni, í desember s.l. árs.

Í kvöld verða eftirfarandi kylfingar kynntir: Wil Besseling, Hollandi (varð í 26. sæti); Matthew Southgate, Englandi  (varð í 27. sæti) og Peter Gustafson, Svíþjóð, (varð í 28. sæti).

Byrjum á Peter Gustafson

Peter Gustafson

Peter Gustafsson fæddist í Orust, Svíþjóð, 17. ágúst 1976 og er því 35 ára.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1999. Allt upp frá því hefir hann verið eilífðarkandídat í Q-school, hefir tekið þátt alls 9 sinnum og hefir einu sinni áður þ.e. 2004 komist á Evróputúrinn í gegnum lokaúrtökumót Q-school.

Gustafsson býr í Andalucia í Spáni og er meðlimur í San Roque Club. Meðal áhugamála hans eru matur og vín, söfn, íþróttir almennt og bókalestur. Einkennandi fyrir Peter Gustafson er ást hans á fjöllita golfhöttum, sem hann er með úti á velli

Lesa má allt nánar um Peter Gustafson á heimasíðu hans HÉR: 

Matthew Southgate.

Matthew Southgate

Matthew Southgate fæddist 3. október 1988 og er því 23 ára. Fyrir aðeins 2 árum vann Southgate á snókerstað, en spilar nú golf meðal þeirra bestu í Evrópu eftir að hafa orðið nr. 27 í Q-school, þrátt fyrir meiðsli í öxlum og baki. Hápunktur góðs áhugamannaferils Matthew Southgate var sigur hans á St Andrews Links Trophy, árið 2010.

Matthew gerðist atvinnumaður stuttu eftir að hann hætti við skólagöngu sína í háskóla í Illinois í Bandaríkjunum.  Hann sagðist hafa haft heimþrá og reyndi fyrir sér á Áskorendamótaröðinni 2011, þar sem hann varð 4 sinnum meðal 10 efstu, m.a. náði hann 2. sætinu á Scottish Hydro Challenge. Hann varð í 26. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar.  Matthew Southgate sagðist hafa heillast af golfíþróttinni eftir að hafa horft á Seve Ballesteros sigra Opna breska á St Andrews árið 1984.

Lesa má allt nánar um Matthew Southgate á heimasíðu hans HÉR: 

Wil Besseling

Wil Besseling

Wil Besseling fæddist 9. desember 1985 í Hoorn í Hollandi og er því 26 ára.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2006.

Clinched his maiden victory in only the second appearance of his first full season on the Challenge Tour when he romped to a seven shot victory in the II Club Colombia Masters at the Country Club de Bogotá in April 2008. Came agonisingly close to doubling his tally on three separate occasions: first when losing out to England’s David Horsey by one shot at the Telenet Trophy; then when he was defeated by Klas Eriksson in a play-off at the Trophée du Golf Club de Genève before he again missed out by one shot two weeks later at the ECCO Tour Championship. Those performances meant he finished 15th in the Rankings, earning graduation to The European Tour for the 2009 season, but he lost his card by finishing 182nd in The Race to Dubai and was back on the Challenge Tour in 2010 and 2011. Had limited success, but came through the Second and Final Stages of the 2011 Qualifying School to take the 26th card and earn another shot at the big time.